Grikkir reyna að mynda þjóðstjórn um björgunina 4. nóvember 2011 07:30 Forsætisráðherra Grikklands mætir til ríkisstjórnarfundar í gær, sem varð einn sviptingasamasti dagurinn í stjórnartíð hans.nordicphotos/AFP Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Papandreú lét undan þrýstingi í gær og hætti við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka. Hóf viðræður við stjórnarandstöðuna um þjóðstjórn. Framtíð Grikklands innan evrusvæðisins hangir á bláþræði. Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, lét í gær undan þrýstingi um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins og fallast á myndun þjóðstjórnar. Slík þjóðstjórn yrði þó líklega aðeins bráðabirgðastjórn sem hefði það hlutverk eitt að afgreiða björgunarpakkann. Að því búnu yrði efnt til kosninga. „Það þurfti að velja – annaðhvort raunverulegt samkomulag eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Ég sagði það í gær að þegar samkomulag væri fengið þá þyrfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Papandreú í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær. Með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist hann hafa ætlað að knýja það fram, að Grikkir féllust á björgunarpakka ESB og meðfylgjandi aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar, annaðhvort í þjóðaratkvæðagreiðslu eða með því að traustur þingmeirihluti fengist. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Nýtt lýðræði, virðist hafa fallist á björgunaraðgerðirnar gegn því að fá aðild að ríkisstjórn með sósíalistaflokki Papandreús, að því tilskyldu að Papandreú léti af embætti forsætisráðherra. „Ég er ánægður ef öll þessi umræða hefur að minnsta kosti orðið til þess að koma vitinu fyrir fólk á ný,“ sagði hann á ríkisstjórnarfundi. Viðræður hófust í kjölfarið við Nýtt lýðræði, stærsta flokk hægrimanna, um myndun þjóðstjórnar, en Papandreú virtist ekki ætla að gera sig líklegan til að segja sjálfur af sér, þrátt fyrir harðar kröfur þar um. Þrýstingurinn á Papandreú kom úr öllum áttum, þar á meðal frá eigin flokksmönnum og frá leiðtogum Evrópusambandsins, sem nú sitja á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Cannes í Frakklandi. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sögðu Papandreú, á fundi þeirra í Cannes á miðvikudag, að Grikkir muni ekki fá neina frekari fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu fyrr en þeir hafi gert upp við sig hvort Grikkland eigi að vera áfram með evruna. Í gær sagði svo Jean-Claude Juncker, leiðtogi evrusvæðisins, að evruríkin væru strax farin að búa sig undir brotthvarf Grikklands. Hvort sem af því verður eða ekki þurfi hin evruríkin að verja sig gegn tjóni, fari svo að Grikkland gefi evruna upp á bátinn. „Ég vil að Grikkland verði áfram með, en þá þurfa Grikkir líka að standa við skuldbindingar sínar.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira