Viðskipti innlent

Ný stjórn tekur við félaginu

Kaup fjárfesta á meirihluta í Sjóvá hafa verið samþykkt.
Kaup fjárfesta á meirihluta í Sjóvá hafa verið samþykkt. Mynd/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið og Eignasafn Seðlabankans hafa samþykkt kaup sjóðsins SF1 á 52,4 prósenta hlut í Sjóvá. Hluturinn sem SF1 kaupir er hluti af 73 prósenta eign Eignasafnsins í tryggingafélaginu.

Sjóðurinn heyrir undir sjóðastýringafyrirtækið Stefni, dótturfélag Arion Banka. Hann var settur á laggirnar í þeim tilgangi einum að kaupa hlutinn í fyrrahaust. Kaupverðið nam 4,9 milljörðum króna. Á bak við kaupin standa viðskiptavinir Stefnis, lífeyrissjóðir og stórir fjárfestar með fé í eignastýringu hjá honum.

Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar í nýrri stjórn SF1 í Sjóvá verði Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem verður formaður.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×