Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. júní 2011 07:30 Arnar Jón, hér í búningi Hauka, er hér í baráttunni við Harald Þorvarðarson hjá Fram. fréttablaðið/daníel Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. Skyttan örvhenta, Arnar Jón Agnarsson, hefur ákveðið að semja við sitt gamla félag en hann kemur til liðsins frá þýska B-deildarliðinu Aue þar sem hann stóð sig með miklum sóma síðustu tvö ár. Stjarnan er einnig í viðræðum við hornamanninn Gylfa Gylfason, sem hefur ákveðið að snúa heim frá Þýskalandi eftir langa dvöl þar í landi, sem og línumanninn Harald Þorvarðarson. Þeir Gylfi og Haraldur eru æskufélagar og stefna á að spila saman á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fleiri félög hafa áhuga á þeim félögum. Svo skilst Fréttablaðinu að Patrekur Jóhannesson hafi gefið vilyrði fyrir því að leika í vörninni með Stjörnunni á næstu leiktíð fari svo að liðið nái að styrkja sig almennilega og metnaður verði í starfinu. „Konan hafði ekki lengur áhuga á að búa úti og barnið var ekki mikið hjá okkur. Það var því ekki hægt að halda þessu sjómannslífi áfram þó svo það hafi verið skemmtilegt. Það er líka gaman á Íslandi," sagði Arnar Jón um ástæður þess að hann ákvað að koma heim. Félag hans, Aue, náði ekki að tryggja sér sæti í nýju B-deildinni í Þýskalandi en Arnar efast ekki um að liðið komist upp í hana næsta vetur. „Þetta var skemmtilegt og ég fékk mikið út úr því að vera hetja í litlum bæ í Austur-Þýskalandi. Mér gekk fáránlega vel bæði árin. Það var gaman að fara úr frystinum hjá Aroni Kristjáns yfir í að vera hetja í Þýskalandi. Ég get ekki neitað því," sagði Arnar sem er spenntur fyrir því að spila með Stjörnunni. „Ég á ekki von á öðru en að ég fari í Stjörnuna og það koma vonandi fleiri til liðs við félagið á næstu dögum. Ég hef hafnað öðrum félögum og gert munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Ég held að þetta verði spennandi vetur í Garðabænum," sagði Arnar Jón. Olís-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. Skyttan örvhenta, Arnar Jón Agnarsson, hefur ákveðið að semja við sitt gamla félag en hann kemur til liðsins frá þýska B-deildarliðinu Aue þar sem hann stóð sig með miklum sóma síðustu tvö ár. Stjarnan er einnig í viðræðum við hornamanninn Gylfa Gylfason, sem hefur ákveðið að snúa heim frá Þýskalandi eftir langa dvöl þar í landi, sem og línumanninn Harald Þorvarðarson. Þeir Gylfi og Haraldur eru æskufélagar og stefna á að spila saman á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fleiri félög hafa áhuga á þeim félögum. Svo skilst Fréttablaðinu að Patrekur Jóhannesson hafi gefið vilyrði fyrir því að leika í vörninni með Stjörnunni á næstu leiktíð fari svo að liðið nái að styrkja sig almennilega og metnaður verði í starfinu. „Konan hafði ekki lengur áhuga á að búa úti og barnið var ekki mikið hjá okkur. Það var því ekki hægt að halda þessu sjómannslífi áfram þó svo það hafi verið skemmtilegt. Það er líka gaman á Íslandi," sagði Arnar Jón um ástæður þess að hann ákvað að koma heim. Félag hans, Aue, náði ekki að tryggja sér sæti í nýju B-deildinni í Þýskalandi en Arnar efast ekki um að liðið komist upp í hana næsta vetur. „Þetta var skemmtilegt og ég fékk mikið út úr því að vera hetja í litlum bæ í Austur-Þýskalandi. Mér gekk fáránlega vel bæði árin. Það var gaman að fara úr frystinum hjá Aroni Kristjáns yfir í að vera hetja í Þýskalandi. Ég get ekki neitað því," sagði Arnar sem er spenntur fyrir því að spila með Stjörnunni. „Ég á ekki von á öðru en að ég fari í Stjörnuna og það koma vonandi fleiri til liðs við félagið á næstu dögum. Ég hef hafnað öðrum félögum og gert munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Ég held að þetta verði spennandi vetur í Garðabænum," sagði Arnar Jón.
Olís-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira