Viðskipti innlent

Söluferli gæti hafist í ágúst

til sölu Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar fara fljótlega í söluferli. Fréttablaðið/Stefán
til sölu Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar fara fljótlega í söluferli. Fréttablaðið/Stefán
Bifreiðaumboðin Ingvar Helgason og Bifreiðar og landbúnaðarvélar verða mögulega auglýst til sölu í ágúst.

Í fréttatilkynningu segir að Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafi verið falinn undirbúningur á sölu BLIH ehf., sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja.

Eigendur BLIH eftir endurskipulagningu eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP fjármögnun hf. og Lýsing hf. Stefnt er að því að söluferlið hefjist í ágúst og verður þá tilkynnt um tímasetningar og kröfur til hugsanlegra kaupenda. - þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×