Viðskipti innlent

Ráðgjöf fyrir 555 milljónir

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
fjármálÍbúðalánasjóður keypti sérfræðiaðstoð af einstaklingum og lögaðilum fyrir um 555 milljónir á tímabilinu 2001 til 2008. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur vildi fá að vita hvað fælist í þeirri sérfræðiaðstoð sem Íbúðalánasjóður keypti á árunum 2000 til 2008 og hverjum var greitt hvað. Hann gagnrýnir hversu lengi tók að svara fyrirspurn hans og svarið sé ekki fullnægjandi.

Ráðherra útskýrði að of tímafrekt og flókið væri að svara fyrirspurn þingmannsins að fullu.

- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×