Takk! Erla Skúladóttir. skrifar 20. maí 2011 07:00 Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana. Eitt átti þó eftir að koma okkur verulega á óvart. Í fyrirheitna landinu Svíþjóð gengu synir okkar í leik- og grunnskóla í útjaðri Stokkhólms, sem þykir býsna góður á sænskan mælikvarða. Strákarnir voru ánægðir og við foreldrarnir nokkuð sátt við faglegt starf og aðbúnað. Við reiknuðum að sjálfsögðu með viðbrigðum þegar við flyttum til Íslands, enda höfðu synirnir náð að festa rætur í hinu sænska umhverfi. Ótrúleg viðbrigði – einstakt grunnskólastarfViðbrigðin reyndust hins vegar önnur og meiri en við höfðum átt von á og – ótrúlegt en satt – hinu íslenska leik- og grunnskólakerfi í hag. Eldri sonur okkar, sex ára, datt inn í fyrsta bekk í Foldaskóla þegar liðnir voru tæpir tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki leið á löngu áður en hann lýsti því yfir að það væri skemmtilegra á Íslandi en í Gröna Lund, tívolíinu í Stokkhólmi! Skólastarfið í Foldaskóla einkennir mikil fagmennska og metnaður. Strax í sex ára bekk er á stundaskránni einn sundtími í viku, tveir íþróttatímar, einn danstími og tími í upplýsingatækni – fyrir utan hinar hefðbundnu námsgreinar. Sonurinn bókstaflega blómstrar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað sex ára bekkinn sem beint framhald af leikskólanum þar sem fjölbreytni var lítil og metnaður fremur takmarkaður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá því að við foreldrarnir hófum skólagöngu. Framfarirnar eru með ólíkindum! Mig langar til þess að nota tækifærið og hrósa því frábæra starfi sem unnið er í Foldaskóla. Leikskólinn ekki síðriEkki er starfið síðra sem unnið er á leikskólanum Regnboganum í Ártúnsholti, en þar er þriggja ára sonur okkar lungann úr vikunni. Aðbúnaður er allur til fyrirmyndar og starfsfólkið ekkert annað en stórkostlegt. Þroskastökkið sem sá litli hefur tekið á þeim sjö mánuðum frá því við fluttum til landsins er ótrúlegt og upplifun okkar er sú að metnaðarfullt leikskólastarfið eigi þar stóran þátt. Sonurinn syngur út í eitt og er alsæll á leikskólanum – og í lífinu yfirleitt – og við foreldrarnir erum þakklát eftir því. Frístundastarf til fyrirmyndarÞá er ótalið það frístundastarf sem íslenskum börnum stendur til boða. Það er umtalsvert aðgengilegra en við eigum að venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður barnanna algjörlega frábær. Við erum svo heppin að hafa bæði fengið að kynnast því framúrskarandi starfi sem unnið er í Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo fjölbreyttum og þroskandi frístundum. Takk! Þökkum það sem vel er gertÉg geri mér grein fyrir því að upplifun fólks er sjálfsagt mismunandi af leik- og skólastarfi á Íslandi og geri alls ekki lítið úr niðurskurði sem orðið hefur og boðaður hefur verið á þessu sviði en mig langar til þess að hvetja foreldra til þess að staldra aðeins við og þakka fyrir það sem vel er gert í umhverfi barnanna okkar. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar