Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum 2. maí 2011 04:00 Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist á blaðamannafundi í fyrradag ætla að gera allt hvað hann geti til að koma efnahagslífi Bandaríkjanna á réttan kjöl. Þar á meðal að halda vaxtastigi lágu. Fréttablaðið/AP Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira