Fátækum gæti fjölgað í álfunni 28. apríl 2011 04:00 Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. nordicphotos/AFP Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira