Fátækum gæti fjölgað í álfunni 28. apríl 2011 04:00 Hátt matvöruverð kemur við buddu margra. nordicphotos/AFP Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hætt er við að hækkun á verði matvæla og eldsneytis geti dregið úr hagvexti í Asíu og aukið fátækt verulega. Þróunarbanki Asíu (ADB) varar við því að vöruverð í Asíu hafi hækkað að meðaltali um tíu prósent frá áramótum og geti þróunin valdið því að hagvöxtur verði 1,5 prósentum lægri í álfunni en búist var við. Asíuríkin komust ágætlega í gegnum fjármálakreppuna og hafa hagspár almennt gert ráð fyrir að þau muni leiða hagvöxt á heimsvísu á árinu. Bankinn segir sömuleiðis að verði ekkert að gert til að draga úr vöruverðshækkunum geti það haft mjög neikvæð áhrif á lífskjör, jafnvel gert átak gegn fátækt að engu. Gangi svartsýnustu spár eftir gæti fátækum í Asíu fjölgað um tæpar 64 milljónir manna, samkvæmt bankanum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Changyong Rhee, aðalhagfræðingi ADB, að fátækar fjölskyldur í álfunni verji sextíu prósentum af tekjum sínum í matarinnkaup. Hækki vöruverð komi það harkalega niður á þeim, ekki síst á menntun og heilbrigði barna. Ríkisstjórnir margra landa hafa beitt sér gegn verðþróuninni með útflutningsbannni. Það hefur hins vegar ekki skilað tilætluðum árangri, að mati bankans sem mælir fremur með uppbyggingu í matvælaiðnaði til að auka framleiðslu. - jab
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira