Handbolti

Meistaradeildin í handbolta í beinni á SportTV.is

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson vann Meistaradeildina i fjórða sinn á ferlinum með Ciudad Real árið 2009.
Ólafur Stefánsson vann Meistaradeildina i fjórða sinn á ferlinum með Ciudad Real árið 2009. Mynd/AFP
SportTV.is verður með beina útsendingu frá því þegar úrslitin ráðast í Meistaradeildinni í handbolta um helgina en undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikurinn er síðan spilaður á morgun.

Við Íslendingar eigum marga fulltrúa þarna því Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen komst alla leið í undanúrslitin og mætir Barcelona klukkan 13.15 í fyrri undanúrslitaleiknum í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 16.00 og þær mætast Ciudad Real og Hamborg.

Það er hægt að nálgast útsendingu SportTV.is með því að smella hér.

Ólafur Stefánsson er að reyna að vinna Meistaradeildina í fimmta sinn á ferlinum en Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson eiga nú möguleika á að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×