Rafmagnslaus sársauki Sara McMahon skrifar 22. mars 2011 00:01 Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika. Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónleikar Hurts í Vodafone-höllinni Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Hurts fóru fram í Vódafónhöllinni síðastliðinn sunnudag. Meðlimir sveitarinnar eru yfirlýstir Íslandsvinir og svo virðist sem aðdáunin sé gagnkvæm því nokkuð var af fólki í höllinni. Hurts leikur svokallað synthapopp og eru lögin hádramatísk, dansvæn og grípandi. Hljómsveitarmeðlimirnir eru jafnframt með þeim smekklegri í bransanum í dag og hefur svo vel klædd sveit líklega aldrei stigið á svið í Vódafónhöllinni áður. Tónleikarnir sjálfir voru nokkuð góðir til að byrja með. Söngvaranum, Theo Hutchcraft, fipaðist hvergi í söng sínum og hljómborðsleikarinn Adam Anderson stóð sig einnig með sóma og lék af fingrum fram á píanóið. Það tók þó svolitla stund fyrir þá félaga að hita áheyrendur upp og fá fólk til að dilla sér við synthapopptónana og þegar það loks gerðist sló rafmagninu af og ekkert heyrðist í tónlistarmönnunum. Hutchcraft var fljótur til og fékk áheyrendur til liðs við sig í svolitlum samsöng áður en hann hvarf af sviðinu á meðan unnið var að því að koma rafmagninu aftur á. Svo illa vildi til að rafmagninu sló aftur af í miðjum klíðum stuttu síðar og var þá áheyrendum og hljómsveitarmeðlimum nóg boðið. Einhverjir yfirgáfu þá staðinn heldur súrir í bragði og má með sanni segja að þetta hafi verið hræðilegt "antíklímax" á annars ágætum tónleikum. Niðurstaða: Á heildina litið stóð hljómsveitin sig vel en tónleikarnir náður engu flugi vegna tæknilegra örðugleika.
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira