Will Smith og frú í nýja eigendahóp Philadelphia 76ers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2011 17:30 Will Smith og Jada Pinkett Smith. Mynd/Nordic Photos/Getty Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag. Nú er komið í ljós að einn af hluthöfunum í þessum fjárfestingahópi eru leikarahjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith en Will Smith, sem er einn launahæsti leikari í heimi, hefur aldrei farið leynt með það að hann sé stoltur af því að vera frá Philadelphia. Philadelphia 76ers hefur verið á uppleið síðustu ár og Doug Collins kom liðinu í úrslitakeppnin í vor þrátt fyrir liðið hafi tapað 13 af fyrstu 16 leikjum sínum. Fyrri eigendur 76ers voru gagnrýndir undanfarin ár fyrir bæði óskynsamlegar ákvarðanir í leikmannamálum sem og áhugaleysis á liðinu en mörgum í Philadelphia fannst allur kraftur þeirra hafa farið í íshokkí-liðið Philadelphia Flyers sem er og verður áfram í eigi Ed Snider og Comcast-Spectacor. Það má því búast við því að nýir eigendur reyni að rífa upp reksturinn á þessu fornfræga félagi sem hefur orðið NBA-meistari þrisvar sinnum þar af 1966-67 með Wilt Chamberlain í forystuhlutverki 1967 og 1983 með Julius Erving (Dr J.) og Moses Malone hlið við hlið. Charles Barkley spilaði líka með Philadelphia 76ers frá 1984 til 1992 og síðasta risastjarna liðsins var Allen Iverson sem fór alla leið í úrslitaeinvígið með liðinu árið 2001. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag. Nú er komið í ljós að einn af hluthöfunum í þessum fjárfestingahópi eru leikarahjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith en Will Smith, sem er einn launahæsti leikari í heimi, hefur aldrei farið leynt með það að hann sé stoltur af því að vera frá Philadelphia. Philadelphia 76ers hefur verið á uppleið síðustu ár og Doug Collins kom liðinu í úrslitakeppnin í vor þrátt fyrir liðið hafi tapað 13 af fyrstu 16 leikjum sínum. Fyrri eigendur 76ers voru gagnrýndir undanfarin ár fyrir bæði óskynsamlegar ákvarðanir í leikmannamálum sem og áhugaleysis á liðinu en mörgum í Philadelphia fannst allur kraftur þeirra hafa farið í íshokkí-liðið Philadelphia Flyers sem er og verður áfram í eigi Ed Snider og Comcast-Spectacor. Það má því búast við því að nýir eigendur reyni að rífa upp reksturinn á þessu fornfræga félagi sem hefur orðið NBA-meistari þrisvar sinnum þar af 1966-67 með Wilt Chamberlain í forystuhlutverki 1967 og 1983 með Julius Erving (Dr J.) og Moses Malone hlið við hlið. Charles Barkley spilaði líka með Philadelphia 76ers frá 1984 til 1992 og síðasta risastjarna liðsins var Allen Iverson sem fór alla leið í úrslitaeinvígið með liðinu árið 2001.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira