Velferðarborgin Reykjavík 14. desember 2011 06:00 Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavík getum verið stolt af þeirri velferðarþjónustu sem við veitum. Við gerum í mörgu umtalsvert meira en önnur sveitarfélög. Til marks um það veitir Reykjavíkurborg um 18% af útsvarstekjum sínum til velferðarmála á meðan önnur sveitarfélög veita um 6-9%. Ástæðan er sú að í Reykjavík búa hlutfallslega fleiri sem þurfa mikla aðstoð frá samfélaginu s.s. vegna langvarandi félagslegra erfiðleika, alvarlegrar fötlunar o.fl. Það kostar, en sumt er þess virði og fyrir vikið er borgarsamfélagið einnig fjölbreyttara. Á árinu 2012 erum við að gera enn betur. Við bættum við 204 m.kr. til að mæta brýnum þörfum í velferðarmálum, þ.e. aukningu á þjónustumiðstöðvar til að sinna þeim sem verst eru staddir, til að virkja ungt fólk til virkni eða vinnu og í ýmiskonar stuðningsvinnu með börnum. Við stöndum einnig vörð um almenn framlög til velferðarmála. Miklir fjármunir eða tæpir 3 milljarðar eru áætlaðir til að veita fjárhagsaðstoð til þeirra sem hafa engar tekjur eða tekjur undir viðmiðunarmörkum borgarinnar. Þeim sem treysta á fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur fjölgað um 100% frá því fyrir hrun, mest meðal ungs fólks 18-24 ára. Þetta er alvarlegasti vandi okkar í dag því þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð og eru óvirkir í samfélaginu, t.d. ungt fólk utan skóla og utan vinnu, líður almennt illa og hætt er við langvarandi heilsubresti. Við höfum þegar gert margt til að bjóða upp á mikilvæg virkniúrræði, en verðum að gera enn betur og vera enn ákveðnari. Megináhersla velferðarráðs á næsta ári verður á virkni. Við viljum virkja vinnufært og vinnufúst fólk til starfa. Við ætlum að byrja strax á Atvinnutorgi fyrir ungt fólk yngra en 25 ára, en sinna þeim eldri með margvíslegum virkniúrræðum. Unga vinnufæra fólkið sem kemur nýtt inn í fjárhagsaðstoðarþjónustu á að fá starfsþjálfun og vinnu hjá Reykjavíkurborg í stað fjárhagsaðstoðar sem því miður leiðir oft til óvirkni og þeir sem hafa verið lengi á fjárhagsaðstoð fá þjálfun til vinnu og eða náms. Fjárhagsaðstoðin mun hækka um áramót um 5,7%, eða sem nemur hækkun neysluverðsvísitölu milli ára. Viðmiðunarfjárhæðin fyrir einstakling sem rekur eigið heimili hækkar úr 149.000 kr. í 157.493 kr. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 223.500 kr. í 236.240 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki aðgang að húsnæði hækkar úr 125.540 kr. í 132.696 kr. og grunnfjárhæð til þeirra sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 74.500 í 78.747 kr. Þó mörgum kunni að finnast þessar upphæðir lágar, er Reykjavíkurborg samt sem áður í fararbroddi annarra sveitarfélaga þegar kemur að fjárhagsaðstoð. Við viljum koma fólki úr vítahring aðgerðaleysis – að allir séu með í samfélaginu. Í reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð er heimild til að skerða fjárhagsaðstoð um helming ef þeir sem eru vinnufærir samkvæmt faglegu mati þiggja ekki vinnutilboð og starfsþjálfun. En þá að þjónustunni. Samkvæmt áherslum velferðarráðs á velferðarþjónustan í Reykjavík að vera kærleiksrík og hvetjandi, og hún á að þjóna fólkinu en ekki kerfinu. l Við leggjum mikla áherslu á börnin, að veita þeim og foreldrunum stuðning þegar á þarf að halda. Borgin veitir á næsta ári aukið fjármagn í stuðning, sérfræðiþjónustu og fræðslu s.s. í foreldrafærninámskeið og í barnavernd. Forvarnir og fyrirbyggjandi barnavernd eru leiðarljósin því við viljum koma í veg fyrir vanda. l Við þurfum sérstaklega að huga að 16-18 ára unglingum sem eru hvorki í skóla né vinnu. Þau glíma við alvarlegan vanda sem þau, fjölskyldur þeirra og samfélagið geta ekki lifað við, né hafa efni á til framtíðar. Því viljum við grípa inn í núna. l Við viljum þróa þjónustuna með þeim sem þekkja hana best. Ætlunin er t.d. að kortleggja vilja og þarfir utangarðsfólks með þeim sjálfum. Þá ætlum við að innleiða ný vinnubrögð þannig að hægt verði að vinna með notendum þjónustunnar að því að þróa hana og á næsta ári verður sérstaklega unnið með fötluðum hvað þetta varðar. l Að lokum er það skýr vilji okkar sem berum ábyrgð á stefnu og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012 að þeir sem eru utangarðs í samfélaginu eigi ekki að vera utangarðs í velferðarkerfinu. Við búum í góðri borg og ég vona að borgarstjórn hafi við samþykkt fjárhagsáætlunar gert sitt til að tryggja velferð borgarbúa á næsta ári.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun