Menntun gegn atvinnuleysi Skúli Helgason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun