Handbolti

Slæmur mórall hjá Þjóðverjum

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar
Leikhlé hjá Heiner Brand.
Leikhlé hjá Heiner Brand. Mynd/AFP

Andstæðingar Íslands á HM í dag, Þjóðverjar, hafa ekki náð eins góðum árangri á mótinu og vonir stóðu til.

Draumur liðsins um að komast í undanúrslit er enginn og það ku hafa farið illa í mannskapinn.

Mórallinn í liðinu er sagður alls ekki nógu góður og leikmenn eru einnig sagðir hafa fundað um stöðu mála án þjálfarans, Heiner Brand.

Það er óskandi að strákarnir okkar nýti sér það í dag, keyri yfir Þjóðverja í upphafi svo stemningin hverfi hjá þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×