Ágengar lífverur í sjó Róbert A. Stefánsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Rannveig Magnúsdóttir skrifa 26. mars 2011 00:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffræðingur Framandi lífverur eru þær sem finnast utan náttúrulegra heimkynna vegna viljandi eða óviljandi flutnings af mannavöldum. Lítill hluti framandi lífvera verður ágengur og veldur skaða fyrir aðrar tegundir eða spillir hagsmunum mannsins. Flutningur framandi lífvera milli hafsvæða er mikið áhyggjuefni á heimsvísu því víða hefur orðið tjón á lífríki sjávar vegna ágengra tegunda. Skaðinn hefur verið frá því að vera smávægilegur upp í að kollvarpa heilum vistkerfum. Framandi lífverur hafa líka valdið skemmdum á skipum, veiðarfærum, vatnsleiðslum og eldi fisks og skeldýra. Á lista yfir óæskilegustu lífverurnar sem staðfest hefur verið að flytjist milli landa á þennan hátt eru m.a. skeldýr, krabbadýr, þörungar og bakteríur sem hafa valdið skaða á lífríki í Vestur-Evrópu. Með hækkandi hitastigi sjávar hafa víða skapast skilyrði fyrir framandi tegundir til að koma undir sig fótunum í umhverfi sem þær hefðu annars ekki getað þrifist í. Á Íslandi hefur fremur lítið verið fjallað um framandi ágengar lífverur í sjó, þrátt fyrir að veruleg efnahagsleg verðmæti felist í lífríki hafsins. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands og e.t.v. fyrir tilviljun höfum við fram til þessa sloppið vel við skaða af völdum ágengra tegunda í sjó en auknir sjóflutningar milli landa á undanförnum árum og áratugum, auk yfirvofandi loftslagsbreytinga, gætu breytt því. Helstu flutningsleiðir Framandi tegundir eru einkum taldar berast á milli hafsvæða eftir þremur leiðum: Kjölfestuvatni skipa, sem ásætur á skipsskrokkum og með tilflutningi sjávareldisdýra. Af þessum flutningsleiðum er kjölfestuvatnið talið mikilvægast. Kjölfestuvatn er einkum notað til að þyngja og styrkja flutningaskip þegar þau eru með lítinn farm. Vatnið er tekið inn í skipið á einum stað en losað í nágrenni við höfn þar sem vörur eru sóttar, oft í öðrum heimshluta. Metið hefur verið að á hverjum degi geti nokkur þúsund tegundir flust á milli staða á þennan hátt og hafa a.m.k. 500 þeirra myndað lífvænlega stofna við strendur Evrópu. Engar upplýsingar eru til um losun kjölfestuvatns við Íslandsstrendur fram til þessa en það á að breytast með nýrri reglugerð um takmarkanir á losun kjölfestuvatns, sem umhverfisráðherra setti um mitt síðasta ár.Nýjar tegundir við Ísland og áhrif þeirraRannveig Magnúsdóttir líffræðingurTalið er að nokkrar nýjar tegundir við Ísland hafi borist hingað vegna beinna eða óbeinna áhrifa mannsins. Á meðal þeirra eru flundra (ósakoli), sandrækja, grjótkrabbi (klettakrabbi), sandskel, hjartaskel, fitjafló og sagþang. Fremur lítið er enn vitað um möguleg áhrif þessara tegunda á lífríki sjávar við Ísland. Þó er t.d. þekkt að flundra á í samkeppni við laxfiska í ám og étur laxaseiði, sandrækja er öflugur afræningi á skarkolaseiðum og grjótkrabbi er árásargjarn gagnvart öðrum kröbbum. Þekkt er að langur tími getur liðið frá landnámi þar til áhrif framandi tegundar koma fram. Of snemmt er því að draga miklar ályktanir um áhrif þessara tegunda, t.d. hvort þær verði mögulega nytjastofnar framtíðarinnar eða að einhverjar þeirra hafi neikvæð áhrif á íslenskar nytjategundir eða aðrar lífverur. Nauðsynlegt er að efla rannsóknir á þessum framandi lífverum til að hægt verði að fylgjast með og bregðast strax við ef stefnir í óefni.VarnirMjög erfitt er að verjast ágengum lífverum eftir að þær hafa náð fótfestu á nýju svæði og er baráttan enn erfiðari í sjó en á landi. Vistfræðingar hafa áhyggjur af komu ýmissa framandi sjávarlífvera, t.d. þörungaætanna mararhettu og fjörudoppu, en ef þær bærust hingað er talið að þær gætu orðið ágengar og gjörbreytt fjörusamfélögum við Ísland. Mikilvægt er að spá fyrir um mögulegt landnám tegunda byggt á því hvaða tegundir eru í nágrenni helstu viðskiptahafna Íslendinga. Út frá slíkum spám mætti beita markvissum aðferðum til að koma í veg fyrir flutning varasamra tegunda, ekki síst með skipaferðum. Forvarnir eru lang áhrifaríkasta og ódýrasta leiðin til að ná árangri, en áðurnefnd reglugerð um kjölfestuvatn miðar einmitt að því. Þá boða drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd aukna varkárni við innflutning og eru því einnig liður í að verja hafsvæði Íslands fyrir ágengum tegundum. Það er von undirritaðra að þeim áherslubreytingum sem orðið hafa eða eru boðaðar í íslensku regluverki verði fylgt eftir. Einnig er brýnt að almenn vitund um framandi lífverur vaxi og að tilkynnt sé um fund nýrra tegunda til viðeigandi stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson líffræðingur Framandi lífverur eru þær sem finnast utan náttúrulegra heimkynna vegna viljandi eða óviljandi flutnings af mannavöldum. Lítill hluti framandi lífvera verður ágengur og veldur skaða fyrir aðrar tegundir eða spillir hagsmunum mannsins. Flutningur framandi lífvera milli hafsvæða er mikið áhyggjuefni á heimsvísu því víða hefur orðið tjón á lífríki sjávar vegna ágengra tegunda. Skaðinn hefur verið frá því að vera smávægilegur upp í að kollvarpa heilum vistkerfum. Framandi lífverur hafa líka valdið skemmdum á skipum, veiðarfærum, vatnsleiðslum og eldi fisks og skeldýra. Á lista yfir óæskilegustu lífverurnar sem staðfest hefur verið að flytjist milli landa á þennan hátt eru m.a. skeldýr, krabbadýr, þörungar og bakteríur sem hafa valdið skaða á lífríki í Vestur-Evrópu. Með hækkandi hitastigi sjávar hafa víða skapast skilyrði fyrir framandi tegundir til að koma undir sig fótunum í umhverfi sem þær hefðu annars ekki getað þrifist í. Á Íslandi hefur fremur lítið verið fjallað um framandi ágengar lífverur í sjó, þrátt fyrir að veruleg efnahagsleg verðmæti felist í lífríki hafsins. Vegna landfræðilegrar einangrunar Íslands og e.t.v. fyrir tilviljun höfum við fram til þessa sloppið vel við skaða af völdum ágengra tegunda í sjó en auknir sjóflutningar milli landa á undanförnum árum og áratugum, auk yfirvofandi loftslagsbreytinga, gætu breytt því. Helstu flutningsleiðir Framandi tegundir eru einkum taldar berast á milli hafsvæða eftir þremur leiðum: Kjölfestuvatni skipa, sem ásætur á skipsskrokkum og með tilflutningi sjávareldisdýra. Af þessum flutningsleiðum er kjölfestuvatnið talið mikilvægast. Kjölfestuvatn er einkum notað til að þyngja og styrkja flutningaskip þegar þau eru með lítinn farm. Vatnið er tekið inn í skipið á einum stað en losað í nágrenni við höfn þar sem vörur eru sóttar, oft í öðrum heimshluta. Metið hefur verið að á hverjum degi geti nokkur þúsund tegundir flust á milli staða á þennan hátt og hafa a.m.k. 500 þeirra myndað lífvænlega stofna við strendur Evrópu. Engar upplýsingar eru til um losun kjölfestuvatns við Íslandsstrendur fram til þessa en það á að breytast með nýrri reglugerð um takmarkanir á losun kjölfestuvatns, sem umhverfisráðherra setti um mitt síðasta ár.Nýjar tegundir við Ísland og áhrif þeirraRannveig Magnúsdóttir líffræðingurTalið er að nokkrar nýjar tegundir við Ísland hafi borist hingað vegna beinna eða óbeinna áhrifa mannsins. Á meðal þeirra eru flundra (ósakoli), sandrækja, grjótkrabbi (klettakrabbi), sandskel, hjartaskel, fitjafló og sagþang. Fremur lítið er enn vitað um möguleg áhrif þessara tegunda á lífríki sjávar við Ísland. Þó er t.d. þekkt að flundra á í samkeppni við laxfiska í ám og étur laxaseiði, sandrækja er öflugur afræningi á skarkolaseiðum og grjótkrabbi er árásargjarn gagnvart öðrum kröbbum. Þekkt er að langur tími getur liðið frá landnámi þar til áhrif framandi tegundar koma fram. Of snemmt er því að draga miklar ályktanir um áhrif þessara tegunda, t.d. hvort þær verði mögulega nytjastofnar framtíðarinnar eða að einhverjar þeirra hafi neikvæð áhrif á íslenskar nytjategundir eða aðrar lífverur. Nauðsynlegt er að efla rannsóknir á þessum framandi lífverum til að hægt verði að fylgjast með og bregðast strax við ef stefnir í óefni.VarnirMjög erfitt er að verjast ágengum lífverum eftir að þær hafa náð fótfestu á nýju svæði og er baráttan enn erfiðari í sjó en á landi. Vistfræðingar hafa áhyggjur af komu ýmissa framandi sjávarlífvera, t.d. þörungaætanna mararhettu og fjörudoppu, en ef þær bærust hingað er talið að þær gætu orðið ágengar og gjörbreytt fjörusamfélögum við Ísland. Mikilvægt er að spá fyrir um mögulegt landnám tegunda byggt á því hvaða tegundir eru í nágrenni helstu viðskiptahafna Íslendinga. Út frá slíkum spám mætti beita markvissum aðferðum til að koma í veg fyrir flutning varasamra tegunda, ekki síst með skipaferðum. Forvarnir eru lang áhrifaríkasta og ódýrasta leiðin til að ná árangri, en áðurnefnd reglugerð um kjölfestuvatn miðar einmitt að því. Þá boða drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd aukna varkárni við innflutning og eru því einnig liður í að verja hafsvæði Íslands fyrir ágengum tegundum. Það er von undirritaðra að þeim áherslubreytingum sem orðið hafa eða eru boðaðar í íslensku regluverki verði fylgt eftir. Einnig er brýnt að almenn vitund um framandi lífverur vaxi og að tilkynnt sé um fund nýrra tegunda til viðeigandi stofnana.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun