Skoðun

Skapandi greinar eða mengandi orkufrekur iðnaður?

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar
Það er ekki ýkja langt síðan að 800 -1000 störf í ýmsum fatavefjar- og skinnaiðnaði voru á Akureyri. Í lok síðustu aldar voru víða í landinu blómleg fyrirtæki þar sem mikil verkþekking og hugvit var til staðar. Þeim hefur flestum verið skipt úr fyrir "nýtísku" mengandi orkufrekan iðnað. Þúsundir verðmætra starfa í íslenskum iðnaði hafa tapast án þess að það væri sérstaklega reynt að sporna við þeirri þróun. Framtíðin var erlendur orkufrekur iðnaður og Nýja Ísland átti að koma í veg fyrir að þjóðin færi aftur í moldarkofna. Það fengu þeir sem unnu að umhverfismálum oft að heyra og jafnvel að þeir væru beinlínis á móti framtíðinni.

Nýja Ísland

Nýja Ísland hefur verið að taka á sig mynd allt frá því að hafist var handa við gerð Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Markmiðið er mikill hagvöxtur og mörg einsleit störf, strax, án þess að taka sérstaklega tillit til langtímaáhrifa fyrir íslenskt samfélag. Mengun og eyðilegging náttúrunnar eru aukaatriði. Markmiðið er magn en ekki gæði. Á Akureyri hafa skapast 100 störf í mengandi iðnaði. Iðnaði sem sleppir eitri í sjóinn sem eyðileggur lífríkið og er skaðlegt heilsu manna ef það kemst í drykkjarvatn. Þessu eitri hefur verið sleppt eftirlitslaust út í Eyjafjörð í tvö ár og enginn virðist vita í hversu miklu magni. Stjórnendur vissu af mengunarslysunum en gerðu ekkert. Og eins og í fjármálageiranum virðist eftirlitið hafa brugðist algerlega.

Gamla Ísland

Sjóklæðagerðin hf. - 66°NORÐUR er eitt elsta og án efa eitt flottasta framleiðslufyrirtæki Íslands. Það á rætur í gamla Íslandi sem var ekki nógu fínt fyrir framtíðina. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum. Í dag selur 66°NORÐUR dýran hátískufatnað sem er svo eftirsóttur að fyrirtækið annar ekki alltaf eftirspurn. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns og fást vörur þess í yfir 500 verslunum í 15 löndum.




Skoðun

Sjá meira


×