Skapandi greinar eða mengandi orkufrekur iðnaður? Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 26. mars 2011 06:30 Það er ekki ýkja langt síðan að 800 -1000 störf í ýmsum fatavefjar- og skinnaiðnaði voru á Akureyri. Í lok síðustu aldar voru víða í landinu blómleg fyrirtæki þar sem mikil verkþekking og hugvit var til staðar. Þeim hefur flestum verið skipt úr fyrir "nýtísku" mengandi orkufrekan iðnað. Þúsundir verðmætra starfa í íslenskum iðnaði hafa tapast án þess að það væri sérstaklega reynt að sporna við þeirri þróun. Framtíðin var erlendur orkufrekur iðnaður og Nýja Ísland átti að koma í veg fyrir að þjóðin færi aftur í moldarkofna. Það fengu þeir sem unnu að umhverfismálum oft að heyra og jafnvel að þeir væru beinlínis á móti framtíðinni. Nýja Ísland Nýja Ísland hefur verið að taka á sig mynd allt frá því að hafist var handa við gerð Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Markmiðið er mikill hagvöxtur og mörg einsleit störf, strax, án þess að taka sérstaklega tillit til langtímaáhrifa fyrir íslenskt samfélag. Mengun og eyðilegging náttúrunnar eru aukaatriði. Markmiðið er magn en ekki gæði. Á Akureyri hafa skapast 100 störf í mengandi iðnaði. Iðnaði sem sleppir eitri í sjóinn sem eyðileggur lífríkið og er skaðlegt heilsu manna ef það kemst í drykkjarvatn. Þessu eitri hefur verið sleppt eftirlitslaust út í Eyjafjörð í tvö ár og enginn virðist vita í hversu miklu magni. Stjórnendur vissu af mengunarslysunum en gerðu ekkert. Og eins og í fjármálageiranum virðist eftirlitið hafa brugðist algerlega. Gamla Ísland Sjóklæðagerðin hf. - 66°NORÐUR er eitt elsta og án efa eitt flottasta framleiðslufyrirtæki Íslands. Það á rætur í gamla Íslandi sem var ekki nógu fínt fyrir framtíðina. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum. Í dag selur 66°NORÐUR dýran hátískufatnað sem er svo eftirsóttur að fyrirtækið annar ekki alltaf eftirspurn. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns og fást vörur þess í yfir 500 verslunum í 15 löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er ekki ýkja langt síðan að 800 -1000 störf í ýmsum fatavefjar- og skinnaiðnaði voru á Akureyri. Í lok síðustu aldar voru víða í landinu blómleg fyrirtæki þar sem mikil verkþekking og hugvit var til staðar. Þeim hefur flestum verið skipt úr fyrir "nýtísku" mengandi orkufrekan iðnað. Þúsundir verðmætra starfa í íslenskum iðnaði hafa tapast án þess að það væri sérstaklega reynt að sporna við þeirri þróun. Framtíðin var erlendur orkufrekur iðnaður og Nýja Ísland átti að koma í veg fyrir að þjóðin færi aftur í moldarkofna. Það fengu þeir sem unnu að umhverfismálum oft að heyra og jafnvel að þeir væru beinlínis á móti framtíðinni. Nýja Ísland Nýja Ísland hefur verið að taka á sig mynd allt frá því að hafist var handa við gerð Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Markmiðið er mikill hagvöxtur og mörg einsleit störf, strax, án þess að taka sérstaklega tillit til langtímaáhrifa fyrir íslenskt samfélag. Mengun og eyðilegging náttúrunnar eru aukaatriði. Markmiðið er magn en ekki gæði. Á Akureyri hafa skapast 100 störf í mengandi iðnaði. Iðnaði sem sleppir eitri í sjóinn sem eyðileggur lífríkið og er skaðlegt heilsu manna ef það kemst í drykkjarvatn. Þessu eitri hefur verið sleppt eftirlitslaust út í Eyjafjörð í tvö ár og enginn virðist vita í hversu miklu magni. Stjórnendur vissu af mengunarslysunum en gerðu ekkert. Og eins og í fjármálageiranum virðist eftirlitið hafa brugðist algerlega. Gamla Ísland Sjóklæðagerðin hf. - 66°NORÐUR er eitt elsta og án efa eitt flottasta framleiðslufyrirtæki Íslands. Það á rætur í gamla Íslandi sem var ekki nógu fínt fyrir framtíðina. Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum. Í dag selur 66°NORÐUR dýran hátískufatnað sem er svo eftirsóttur að fyrirtækið annar ekki alltaf eftirspurn. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns og fást vörur þess í yfir 500 verslunum í 15 löndum.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar