Enski boltinn

Cantona orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá New York Cosmos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona
Eric Cantona Mynd/AFP
Eric Cantona, goðsögnin á Old Trafford, er kominn aftur í boltann því hann hefur tekið við stöðu yfirmann knattspyrnumála hjá bandaríska félaginu New York Cosmos. Cantona lagði á skónna á hilluna árið 1997 þáverandi Englandsmeistari með Manchester United.

„Þetta er yndislegt verkefni og svona blanda af fótbolta og list," sagði hinn 44 ára gamali Eric Cantona sem vann alls sex stóra titla með United á árunum 1992-1997.

New York Cosmos liðið er frægast fyrir að fá til sín brasilíska snillinginn Pele á áttunda áratugnum en félagið var síðan lagt niður árið 1985. Paul Kelmsey, fyrrum yfirmaður hjá Tottenham, ákvað að vekja félagið aftur til lífsins í ágúst síðastliðnum.

Það verður nóg að gera hjá Eric Cantona á næstunni því eins og staðan er núna þá er New York Cosmos bæði án leikvangs og leikmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×