Erlent

Íbúar fylltust skelfingu á ný

Reynt að ná bifreið upp úr eðju sem myndaðist í einum skjálftanna.
Reynt að ná bifreið upp úr eðju sem myndaðist í einum skjálftanna. Fréttablaðið/AP
Harðir jarðskjálftar riðu yfir í Christchurch í gær, tæplega fjórum mánuðum eftir að stóri skjálftinn reið þar yfir í haust.

Íbúar fylltust skelfingu og hlupu út á götur, að minnsta kosti einn meiddist og bjarga þurfti fjórum úr sjálfheldu. Fyrsti skjálftinn mældist 5,8 stig stuttu síðar kom annar upp á 5,3 og loks sá þriðji sem mældist 5,8 stig.

Skjálftinn í september mældist 7 stig og kostaði nærri 200 manns lífið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×