Erlent

Þúsundir flykkjast til Betlehem

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pílagrími biður í Fæðingarkirkjunni í Betlehem.
Pílagrími biður í Fæðingarkirkjunni í Betlehem. mynd/ AFP.
Þúsundir kristinna manna, hvaðanæva að úr heiminum, flykkjast til Betlehem, fæðingarborgar Frelsarans, á hverju ári þegar jólahátíðin gengur í garð. Vænst er þess að um 90 þúsund manns ferðist þangað um þessi jól. Fjöldi tónleika verður haldinn og að sjálfsögðu verður messað í hinni 1700 ára gömlu Fæðingarkirkju sem byggð er á staðnum þar sem talið er að Jesús hafi fæðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×