Skólauppfærsla 2.0 Ólafur Sólimann skrifar 18. nóvember 2011 13:45 Á dögunum kom út skýrsla starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem greint er frá því að stór hluti drengja á grunnskólaaldri býr ekki yfir nauðsynlegri hæfni til að lesa texta sér til gagns. Þá er ekki átt við að drengirnir séu ólæsir heldur að þeir eigi í vandræðum með að vinna úr þeim upplýsingum sem þeir lesa og nái ekki almennilega innihaldi textans. Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess hversu mikill hluti kennslunnar felur í sér að nemendur noti lestur til að afla sér upplýsinga. Formaður starfshópsins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, segir það nauðsynlegt að þessar niðurstöður skili sér með virkri umræðu í samfélaginu ásamt þeirri staðreynd að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega. Eru það þá skólarnir sem eru ekki að sinna hlutverki sínu nægilega vel? Á öllum skólastigum í skólum landsins starfa kennarar sem nálgast starf sitt á faglegan hátt. Allt innra starf skólanna einkennist af metnaði, þreki og þoli við að sinna starfi sínu eins vel og hægt er, oft við erfiðar aðstæður. Eflaust komu þessar niðurstöður kennarastéttinni ekkert á óvart, þar sem kennarar hafa í mörg ár bent á sífellt minni lestrargetu barna og kallað eftir aðgerðum. Nú er talan loksins orðin nægilega há svo að byrjað sé að tala um að gera eitthvað. En hvað á þá að gera? Ásgrímur Hermannsson, nemi og ármaður Menntaskólans við Sund, birti grein á nemendavef MS sem ber yfirskriftina „Hvernig skólinn drap metnaðinn minn“. Í greininni fjallar Ásgrímur um skólakerfi sem að hans mati hefur ekki ögrað honum sem nemanda, er úr sér gengið og með áherslur á röngum stöðum. Ásgrímur segir meðal annars: „Ég þori að fullyrða það að kynslóðin mín er ekki komin í skóla til þess að sitja við bækur og skrifa með blýanti...“ Hann heldur svo áfram og lýsir hinu hefðbundna daglega lífi sínu sem unglingur af „…zapping kynslóðin, kynslóðin sem er það ofhlaðin aðgengi að upplýsingum“. Greinin vekur vissulega upp vangaveltur, t.d. varðandi það hvaða starfsstéttir samfélagsins nota bækur í sinni daglegu vinnu; þær eru ekki margar og fer ört fækkandi. Í dag gúggla einfaldlega allir allt, þurfa ekki að ganga með úr og vita allt um aðra. Grein Ásgríms endurspeglar daglegt líf ungmenna nútímans sem eyða mun meiri tíma að lesa á skjá en bækur. Lestrarvenjur barnanna eru því orðnar mjög ólíkar því sem áður var. Þeim er kennd kunnátta til að ná upplýsingum úr bók sem þau nota mestmegnis til að lesa upplýsingar á skjá. Ungmennin lifa í veröld þar sem þau þurfa ekki að geyma upplýsingar í höfðinu á sér heldur frekar kunnáttuna til að ná þessum upplýsingunum úr nærliggjandi tækjum. Þetta er kynslóð sem elst upp við að finnast hún vera þróaðri og tæknivæddari en fyrri kynslóðir og kannski er hún það. Það er þó ekki þar með sagt að þessi zap-kynslóð þurfi ekki leiðsögn og undirbúning fyrir lífið. Grein Ásgríms er ákall á breytingar frá samfélagshópi sem virðist eiga í hvað mestum vandræðum með hefðbundið bóknám og er einn stærsti brottfallshópur úr framhaldsskóla, þ.e. ungum drengjum. En hún er líka ákall á breytt kennslufyrirkomulag og vakningu innan skólakerfisins um að aðlagast breyttum tímum og nýjum aðstæðum. Við þurfum að horfast í augu við það að það sem hentaði okkar kynslóð ágætlega virkar ekki endilega fyrir börnin okkar, enda hefur veröldin tekið talsverðum breytingum á síðustu áratugum. Hvað er hægt að gera fyrir ungmenni eins og Ásgrím sem eru fróðleiksfús en finnst bóknám einvörðungu ekki vera neitt sérstaklega áhugaverður eða spennandi möguleiki? Það er til fjöldinn allur af úrræðum sem vert er að skoða og kynna sér en umhverfi og svigrúm til þess er takmarkað. Skólarnir búa við strangt rekstrarumhverfi sem þeir eiga á stundum erfitt með að brjótast út úr, jafnvel þó að hagsýni og hagræðing sé höfð að leiðarljósi. Það er einmitt þar sem breytingarnar verða að eiga sér stað svo hægt sé að setja sér langtímamarkmið með skólakerfi sem kemur til móts við þarfir hvers og eins nemanda, ögrar honum og hvetur til dáða. Það er því ekki lítið þrekvirki sem þarf að vinna og ein leið til þess er að nota nútímatækni í daglegu skólastarfi. Innleiðing á tækni í skólastarf þarf ekki að vera kostnaðarsöm þegar á heildina er litið og í rauninni á hún ekki að vera það. Tæknin á að standa undir því að vera hagræðingartæki sem skilar sér í auknum árangri, framleiðni og hagkvæmni. En til þess að það sé mögulegt er ekki nóg að henda gömlum tölvum inn í skóla og kalla það upplýsingatækni. Það þarf að mynda ákveðna stefnu varðandi tölvukaup og hugbúnað, kenna fólki að umgangast tækin sem það á að nota svo því líði vel og viðbragðstími þarf að vera skjótur þegar eitthvað kemur upp á. Lykilatriði er að tæknin styðji nám og skólastarf en byrji ekki að stjórna því. Þetta virðist stundum hafa gleymst. Rétt eins og Ásgrímur gerir sjá flestir sem koma að skólastarfi að eitthvað þarf að gera, einhverju þarf að breyta. Hugsanlega þurfum við að hætta að kalla eftir einhverjum gríðarlegum umbreytingum eða róttækum aðgerðum og byrja að skoða hlutina í heild sinni. Koma saman og skoða hvernig við getum byrjað að taka fyrstu skrefin í átt að betra menntakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út skýrsla starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem greint er frá því að stór hluti drengja á grunnskólaaldri býr ekki yfir nauðsynlegri hæfni til að lesa texta sér til gagns. Þá er ekki átt við að drengirnir séu ólæsir heldur að þeir eigi í vandræðum með að vinna úr þeim upplýsingum sem þeir lesa og nái ekki almennilega innihaldi textans. Þetta er mikið áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess hversu mikill hluti kennslunnar felur í sér að nemendur noti lestur til að afla sér upplýsinga. Formaður starfshópsins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, segir það nauðsynlegt að þessar niðurstöður skili sér með virkri umræðu í samfélaginu ásamt þeirri staðreynd að lestur ungmenna hefur minnkað gríðarlega. Eru það þá skólarnir sem eru ekki að sinna hlutverki sínu nægilega vel? Á öllum skólastigum í skólum landsins starfa kennarar sem nálgast starf sitt á faglegan hátt. Allt innra starf skólanna einkennist af metnaði, þreki og þoli við að sinna starfi sínu eins vel og hægt er, oft við erfiðar aðstæður. Eflaust komu þessar niðurstöður kennarastéttinni ekkert á óvart, þar sem kennarar hafa í mörg ár bent á sífellt minni lestrargetu barna og kallað eftir aðgerðum. Nú er talan loksins orðin nægilega há svo að byrjað sé að tala um að gera eitthvað. En hvað á þá að gera? Ásgrímur Hermannsson, nemi og ármaður Menntaskólans við Sund, birti grein á nemendavef MS sem ber yfirskriftina „Hvernig skólinn drap metnaðinn minn“. Í greininni fjallar Ásgrímur um skólakerfi sem að hans mati hefur ekki ögrað honum sem nemanda, er úr sér gengið og með áherslur á röngum stöðum. Ásgrímur segir meðal annars: „Ég þori að fullyrða það að kynslóðin mín er ekki komin í skóla til þess að sitja við bækur og skrifa með blýanti...“ Hann heldur svo áfram og lýsir hinu hefðbundna daglega lífi sínu sem unglingur af „…zapping kynslóðin, kynslóðin sem er það ofhlaðin aðgengi að upplýsingum“. Greinin vekur vissulega upp vangaveltur, t.d. varðandi það hvaða starfsstéttir samfélagsins nota bækur í sinni daglegu vinnu; þær eru ekki margar og fer ört fækkandi. Í dag gúggla einfaldlega allir allt, þurfa ekki að ganga með úr og vita allt um aðra. Grein Ásgríms endurspeglar daglegt líf ungmenna nútímans sem eyða mun meiri tíma að lesa á skjá en bækur. Lestrarvenjur barnanna eru því orðnar mjög ólíkar því sem áður var. Þeim er kennd kunnátta til að ná upplýsingum úr bók sem þau nota mestmegnis til að lesa upplýsingar á skjá. Ungmennin lifa í veröld þar sem þau þurfa ekki að geyma upplýsingar í höfðinu á sér heldur frekar kunnáttuna til að ná þessum upplýsingunum úr nærliggjandi tækjum. Þetta er kynslóð sem elst upp við að finnast hún vera þróaðri og tæknivæddari en fyrri kynslóðir og kannski er hún það. Það er þó ekki þar með sagt að þessi zap-kynslóð þurfi ekki leiðsögn og undirbúning fyrir lífið. Grein Ásgríms er ákall á breytingar frá samfélagshópi sem virðist eiga í hvað mestum vandræðum með hefðbundið bóknám og er einn stærsti brottfallshópur úr framhaldsskóla, þ.e. ungum drengjum. En hún er líka ákall á breytt kennslufyrirkomulag og vakningu innan skólakerfisins um að aðlagast breyttum tímum og nýjum aðstæðum. Við þurfum að horfast í augu við það að það sem hentaði okkar kynslóð ágætlega virkar ekki endilega fyrir börnin okkar, enda hefur veröldin tekið talsverðum breytingum á síðustu áratugum. Hvað er hægt að gera fyrir ungmenni eins og Ásgrím sem eru fróðleiksfús en finnst bóknám einvörðungu ekki vera neitt sérstaklega áhugaverður eða spennandi möguleiki? Það er til fjöldinn allur af úrræðum sem vert er að skoða og kynna sér en umhverfi og svigrúm til þess er takmarkað. Skólarnir búa við strangt rekstrarumhverfi sem þeir eiga á stundum erfitt með að brjótast út úr, jafnvel þó að hagsýni og hagræðing sé höfð að leiðarljósi. Það er einmitt þar sem breytingarnar verða að eiga sér stað svo hægt sé að setja sér langtímamarkmið með skólakerfi sem kemur til móts við þarfir hvers og eins nemanda, ögrar honum og hvetur til dáða. Það er því ekki lítið þrekvirki sem þarf að vinna og ein leið til þess er að nota nútímatækni í daglegu skólastarfi. Innleiðing á tækni í skólastarf þarf ekki að vera kostnaðarsöm þegar á heildina er litið og í rauninni á hún ekki að vera það. Tæknin á að standa undir því að vera hagræðingartæki sem skilar sér í auknum árangri, framleiðni og hagkvæmni. En til þess að það sé mögulegt er ekki nóg að henda gömlum tölvum inn í skóla og kalla það upplýsingatækni. Það þarf að mynda ákveðna stefnu varðandi tölvukaup og hugbúnað, kenna fólki að umgangast tækin sem það á að nota svo því líði vel og viðbragðstími þarf að vera skjótur þegar eitthvað kemur upp á. Lykilatriði er að tæknin styðji nám og skólastarf en byrji ekki að stjórna því. Þetta virðist stundum hafa gleymst. Rétt eins og Ásgrímur gerir sjá flestir sem koma að skólastarfi að eitthvað þarf að gera, einhverju þarf að breyta. Hugsanlega þurfum við að hætta að kalla eftir einhverjum gríðarlegum umbreytingum eða róttækum aðgerðum og byrja að skoða hlutina í heild sinni. Koma saman og skoða hvernig við getum byrjað að taka fyrstu skrefin í átt að betra menntakerfi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun