Innlent

Brutust inn og skitu í sundlaug

Mennirnir voru handteknir í hjólhýsinu á Flúðum. 
Mynd úr safni.
Mennirnir voru handteknir í hjólhýsinu á Flúðum. Mynd úr safni.
Tveir menn um tvítugt og átján ára stúlka hafa verið ákærð fyrir allmörg brot. Öðrum manninum og stúlkunni er meðal annars gefið að sök að hafa, ásamt tveimur öðrum, brotist inn í sundlaugina á Varmá í Mosfellsbæ og gert þarfir sínar í hana. Hinn maðurinn er ákærður fyrir að hafa stolið bíl, sett á hann stolin númer og ekið honum að verslun Ellingsen þar sem hann stal nær þriggja milljóna króna hjólhýsi, eftir að hengilás hafði verið sagaður sundur. Að því búnu hafi hann haldið á Hellu og síðan að Flúðum, ásamt félaga sínum, þar sem þeir voru handteknir í hýsinu. Bílþjófurinn meinti er jafnframt ákærður fyrir að stela tveimur öðrum bílum.

Samtals eru þremenningarnir ákærðir fyrir níu þjófnaðarbrot og gripdeildir, þar sem þeir létu greipar sópa. Að auki er annar mannanna og stúlkan ákærð fyrir að hafa brotið rúður í bíl í Bolungarvík og síðan kveikt í honum þannig að hann gjöreyðilagðist.

Mosfellsbær gerir skaðabótakröfu upp á rúmlega 85 þúsund krónur og Samkaup gera skaðabótakröfu á hendur þremenningunum upp á rúmlega 211 þúsund krónur. Þá gerir Kaupfélag Vestur-Húnvetninga skaðabótakröfu sem nemur rúmlega 252 þúsund krónum og Skeljungur gerir kröfu upp á skaðabætur að upphæð rúmlega ellefu þúsund krónur.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×