Segir VBS hafa stundað talnaleiki 10. janúar 2011 06:30 Engilbert runólfsson Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. Engilbert stýrði Stafna á milli og átti ásamt öðrum hugmyndina að því að kaupa fyrirtækin JB Byggingafélag og Ris árið 2007. Kaupverð JB Byggingafélags nam á fjórða milljarð króna og lánaði VBS til kaupanna með stuðningi gamla Landsbankans eftir áreiðanleikakönnun KPMG. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þetta hafa verið alltof hátt mat. Engilbert segir VBS hafa stýrt ferlinu og sett mark sitt á rekstur Stafna á milli eftir samruna við fyrirtækin. „Það var mat VBS og Landsbankans að verðið væri sanngjarnt. Þeir (VBS) gíruðu þetta allt upp í loft til að láta CAD-reglurnar stemma. Við sáum aldrei krónu af þessu,“ segir hann og bendir á að skuldir Innova hafi hækkað við fyrirtækjakaupin. „Það voru engir peningar á ferðinni heldur talnaleikur hjá VBS,“ segir hann. Engilbert kannast ekki við eignafærslurnar í ársreikningi Innova í árslok 2007 en segir VBS hafa stýrt þeim. Eignamatið hafi byggt á væntu söluandvirði þeirra fasteigna sem rísa áttu á lóðunum. „Þeir voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði. Allir í bransanum hefðu þegið þessi bankalán. Menn sáu ekkert fram undan nema að góðærið myndi halda áfram. Allir voru á ballinu en svo voru ljósin slökkt,“ segir hann. „Þetta voru góð verkefni. Ef þau hefðu haldið áfram hefði þetta allt gengið upp.“ Tengdar fréttir Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. Engilbert stýrði Stafna á milli og átti ásamt öðrum hugmyndina að því að kaupa fyrirtækin JB Byggingafélag og Ris árið 2007. Kaupverð JB Byggingafélags nam á fjórða milljarð króna og lánaði VBS til kaupanna með stuðningi gamla Landsbankans eftir áreiðanleikakönnun KPMG. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þetta hafa verið alltof hátt mat. Engilbert segir VBS hafa stýrt ferlinu og sett mark sitt á rekstur Stafna á milli eftir samruna við fyrirtækin. „Það var mat VBS og Landsbankans að verðið væri sanngjarnt. Þeir (VBS) gíruðu þetta allt upp í loft til að láta CAD-reglurnar stemma. Við sáum aldrei krónu af þessu,“ segir hann og bendir á að skuldir Innova hafi hækkað við fyrirtækjakaupin. „Það voru engir peningar á ferðinni heldur talnaleikur hjá VBS,“ segir hann. Engilbert kannast ekki við eignafærslurnar í ársreikningi Innova í árslok 2007 en segir VBS hafa stýrt þeim. Eignamatið hafi byggt á væntu söluandvirði þeirra fasteigna sem rísa áttu á lóðunum. „Þeir voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði. Allir í bransanum hefðu þegið þessi bankalán. Menn sáu ekkert fram undan nema að góðærið myndi halda áfram. Allir voru á ballinu en svo voru ljósin slökkt,“ segir hann. „Þetta voru góð verkefni. Ef þau hefðu haldið áfram hefði þetta allt gengið upp.“
Tengdar fréttir Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent