Flott framhald Trausti Júlíusson skrifar 26. október 2011 19:00 Kebab diskó með Orphic Oxtra. Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl. Lífið Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Kebab diskó. Orphic Oxtra. Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti athygli í fyrra bæði með líflegu tónleikahaldi og fyrstu plötunni sinni sem bar nafn sveitarinnar, en á henni var fjörmikil danstónlist af balkönskum uppruna. Á Kebab diskó heldur sveitin áfram á svipuðum slóðum, en nú blandar hún fleiri bragðtegundum við balkan- og klezmer-grunninn. Það eru þrettán meðlimir í Orphic Oxtra á plötunni og þeir sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin ellefu eru frumsamin. Þau standa öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt miseftirminnileg. Mín uppáhaldslög á plötunni eru titillagið Kebab diskó, Banvænn bílaeltingarleikur á götum Damaskusborgar, Maritsa og Skeletons Having Sex On a Tin Roof, en það síðastnefnda er að einhverju leyti byggt á samnefndu lagi með Swords of Chaos. Kebab diskó er fín plata sem sýnir að það er mikill hugur í meðlimum Orphic Oxtra og þeir eru opnir fyrir því að taka nýja strauma inn í tónlistina. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig tónlist sveitarinnar þróast á næstu plötum. Niðurstaða: Balkansveitin Orphic Oxtra rúllar plötu númer tvö upp með stæl.
Lífið Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira