Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna 24. júlí 2011 16:26 AP mynd: Petr David Josek Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira