Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna 24. júlí 2011 16:26 AP mynd: Petr David Josek Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag. Mótið á Nurburgring var spennandi frá upphafi til enda, en Hamilton stal strax í ræsingunni fyrsta sætinu af Mark Webber sem hafði verið fremstur á ráslínu. Hamilton, Webber og Alonso börðust síðan af krafti um fyrsta sætið og lengst af mátti vart milli sjá hver þeirra ætti mestu möguleikanna. Þjónustuhléin í mótinu voru mikilvæg og kapparnir skipust á að leiða keppnina, en á lokasprettinum tókst Hamilton að auka forskot sitt á Webber og kom fyrstur í endamark. Bætti þannig stöðu sína í stigamóti ökumanna. Webber varð annar og Alonso þriðji í mótinu í dag, en Vettel tryggði sér fjórða sætið eftir að hafa farið framúr Felipe Massa á Ferrari í þjónustuhléi í lok mótsins. Vettel átti aldrei möguleika á sigri í mótinu, en hann er samt langefstur í stigamótinu sem fyrr og er með 216 stig, en Webber er næstur með 139, þá Hamilton með 134 og Alonso 130. Í keppni bílasmiða er Red Bull með 355 stig, McLaren 243 og Ferrari 192. Lokastaðan í dag 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37:30.334 2. Alonso Ferrari + 3.980 3. Webber Red Bull-Renault + 9.788 4. Vettel Red Bull-Renault + 47.921 5. Massa Ferrari + 52.252 6. Sutil Force India-Mercedes + 1:26.208 7. Rosberg Mercedes + 1 hringur 8. Schumacher Mercedes + 1 hringur 9. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1 hringur 10. Petrov Renault + 1 hringur
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira