Reiðir fuglar eru 140 milljarða virði 12. ágúst 2011 10:25 Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc. Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að Rovio Mobile sé á höttunum eftir nýju hlutafé og samkvæmt því sé verðmæti fyrirtækisins áætlað vera fyrrgreind upphæð. Fyrr á árinu aflaði Rovio Mobile sér 42 milljóna dollara, eða hátt í 5 milljarða kr. og kom hluti þess fjár frá Niklas Zennström stofnanda Skype. Reiðir fuglar komu á markaðinn í fyrra og síðan þá hefur leiknum verið niðurhalað um 300 milljón sinnum á heimsvísu. Nýlega var hann einnig settur á netið í samstarfi við Google á slóðinni chrome.angrybirds.com. Í Bloomberg segir að þessi árangur sé ekki svo slæmur hjá fyrirtæki sem þrír stúdentar stofnuðu árið 2003. Í mars s.l. unnu 55 starfsmenn hjá Rovio Mobile. Meðal þeirra sem þykja líklegir sem fjárfestar í Rovio Mobile eru Disney, News Corp., Zynga og Electronic Arts Inc.
Leikjavísir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira