Afgreiðslutími og öryggi í verslunum Rannveig Sigurðardóttir skrifar 29. mars 2011 11:46 Síðustu daga hef ég hitt félaga mína í VR sem starfa við afgreiðslustörf í verslunum. Að mínu mati má þar margt betur fara og ber þar hæst opnunartími verslana. VR á að berjast fyrir fjölskylduvænni stefnu. En opnunar tími verslana er ekki fjölskylduvænn, opið alla daga allan ársins hring í mörgum verslunum, langt fram á kvöld og jafnvel allan sólarhringinn. Sem að sjálfsögðu leiðir til hærra vöruverðs. Þurfa Íslendingar að versla sér buxur og skó um miðja nætur? Eða að kaupa í matinn? Ég geri mér fulla grein fyrir að einhverjir launamenn þurfa að versla á þessum tíma, en er þá ekki auðveldara að hafa fáar verslanir opnar og skipta opnunum niður á þær verslanir? Á sunnudögum ætti allt að vera lokað, í mesta lagi að hafa opið einn sunnudag í mánuði. Hér þarf svo sannarlega bæði lagabreytingu og breytingu á hugarfari landans. Höfum við efni á að hafa allar þessar verslanir opnar? Skilar þessi opnunartími hagnaði til eiganda? Hugsið þið einhvern tíma til afgreiðslufólksins þegar þið verslið á kvöldin og um helgar? Eigum við ekki að taka höndum saman og vinna gegn þessum langa opnunartíma?Ungt fólk í afgreiðslustörfum Mér er spurn hvernig staða barnanna okkar er þegar þau ráða sig í vinnu til stórmarkaða. Hvernig er verklagi háttað þegar þau skrifa undir ráðningasamninga, sem ég vona að allir geri samkvæmt lögum. Fá þau að taka ráðningasamninginn með sér heim til að ræða við mömmu og pabba eða hafa samband við stéttarfélagið sitt, VR, til halds og trausts og upplýsinga um réttindi sín? Ég hef grun um að ekki séu allir starfsmenn að skrifa undir ráðningasamninga við ráðningu. Það er til vansa ef unga fólkið okkar sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er ekki upplýst um réttindi sín af atvinnurekanda, þau þora oft ekki að spyrja. Sem móðir vil ég gæta hagsmuna yngstu félagsmannanna; kynna þeim réttindi sín og skyldur. Verið er að stofna ungliðahreyfingu innan VR, þar held ég að ungt fólk ætti að vera við stjórnvölinn, kenna jafnöldrum sínum allt um réttindamál og hvað ráðningasamningurinn á að innihalda. Margt að því unga fólki sem ég hef hitt er ómeðvitað um réttindi sín og þessu þarf að breyta. Um leið og ungt fólk starfar að réttindamálum sínum öðlast það reynslu til að taka við trúnaðarstörfum í VR, framtíðar stjórnendur.Öryggi í vinnustaðnum Mikið af ungu fólki vinnur við afgreiðslu í söluturnum á kvöldin og um helgar oft ungar stúlkur. Ég kom inn í söluturn þar sem ung stúlka var ein við afgreiðslustörf, mikið var að gera þar sem allir voru að versla „laugardagsnammi". Afgreiðslustúlkan komst hvorki í mat eða á salerni þar sem hún var ein. Hvað ef á hana hefði verið ráðist? Ég ræddi við fleiri stúlkur og bar þeim saman um að vera alltaf hræddar þegar þær væru einar á vakt á kvöldin og um helgar. Ég spyr: Er þetta forsvaranlegt? Hvers vegna eru ekki fleiri saman á vaktinni, bæði vegna öryggisins og til að afgreiðslufólkið geti notið matarhlés? Ég vildi ekki vita af mínu barni í þessari aðstöðu, stöðugur ótti í vinnunni. Hefur þú kæra foreldri hugsað um þessa hluti? Öryggi á vinnustöðum er eitt af baráttmálum mínum, þar nýtist sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast á starfsvettvangi mínum með slysamál. Það veldur mér miklum áhyggjum að launamenn eru nú settir í þá stöðu að sjá sjálfir um að tilkynna vinnuslys til tryggingafélags atvinnurekanda. Launamenn eru tryggðir í hópvátryggingu af atvinnurekanda og fá sjaldnast vitneskju um hvar atvinnurekandi hefur tryggt þá. Hvernig skilamálar trygginga þeirra eru. Á þessi mál legg ég þunga áherslu á að séu vel kynnt okkar félagsmönnum. Ég er í framboði til formanns VR, hljóti ég kosningu ætla ég að vinna sérstaklega að málefnum afgreiðslufólks í verslunum, yngstu sem elstu, vinnutíma, öryggismálum og opnunartímum verslana. Ég vil hvetja félagsmenn til að taka þátt með mér í vinnu sem snýr að þeirra málefnum. Kosningu til formanns og stjórnar VR lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 30. mars n.k. Félagsmenn í verslunum, atkvæði greitt mér gefur mér tækifæri til að vinna að ykkar málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég hitt félaga mína í VR sem starfa við afgreiðslustörf í verslunum. Að mínu mati má þar margt betur fara og ber þar hæst opnunartími verslana. VR á að berjast fyrir fjölskylduvænni stefnu. En opnunar tími verslana er ekki fjölskylduvænn, opið alla daga allan ársins hring í mörgum verslunum, langt fram á kvöld og jafnvel allan sólarhringinn. Sem að sjálfsögðu leiðir til hærra vöruverðs. Þurfa Íslendingar að versla sér buxur og skó um miðja nætur? Eða að kaupa í matinn? Ég geri mér fulla grein fyrir að einhverjir launamenn þurfa að versla á þessum tíma, en er þá ekki auðveldara að hafa fáar verslanir opnar og skipta opnunum niður á þær verslanir? Á sunnudögum ætti allt að vera lokað, í mesta lagi að hafa opið einn sunnudag í mánuði. Hér þarf svo sannarlega bæði lagabreytingu og breytingu á hugarfari landans. Höfum við efni á að hafa allar þessar verslanir opnar? Skilar þessi opnunartími hagnaði til eiganda? Hugsið þið einhvern tíma til afgreiðslufólksins þegar þið verslið á kvöldin og um helgar? Eigum við ekki að taka höndum saman og vinna gegn þessum langa opnunartíma?Ungt fólk í afgreiðslustörfum Mér er spurn hvernig staða barnanna okkar er þegar þau ráða sig í vinnu til stórmarkaða. Hvernig er verklagi háttað þegar þau skrifa undir ráðningasamninga, sem ég vona að allir geri samkvæmt lögum. Fá þau að taka ráðningasamninginn með sér heim til að ræða við mömmu og pabba eða hafa samband við stéttarfélagið sitt, VR, til halds og trausts og upplýsinga um réttindi sín? Ég hef grun um að ekki séu allir starfsmenn að skrifa undir ráðningasamninga við ráðningu. Það er til vansa ef unga fólkið okkar sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum er ekki upplýst um réttindi sín af atvinnurekanda, þau þora oft ekki að spyrja. Sem móðir vil ég gæta hagsmuna yngstu félagsmannanna; kynna þeim réttindi sín og skyldur. Verið er að stofna ungliðahreyfingu innan VR, þar held ég að ungt fólk ætti að vera við stjórnvölinn, kenna jafnöldrum sínum allt um réttindamál og hvað ráðningasamningurinn á að innihalda. Margt að því unga fólki sem ég hef hitt er ómeðvitað um réttindi sín og þessu þarf að breyta. Um leið og ungt fólk starfar að réttindamálum sínum öðlast það reynslu til að taka við trúnaðarstörfum í VR, framtíðar stjórnendur.Öryggi í vinnustaðnum Mikið af ungu fólki vinnur við afgreiðslu í söluturnum á kvöldin og um helgar oft ungar stúlkur. Ég kom inn í söluturn þar sem ung stúlka var ein við afgreiðslustörf, mikið var að gera þar sem allir voru að versla „laugardagsnammi". Afgreiðslustúlkan komst hvorki í mat eða á salerni þar sem hún var ein. Hvað ef á hana hefði verið ráðist? Ég ræddi við fleiri stúlkur og bar þeim saman um að vera alltaf hræddar þegar þær væru einar á vakt á kvöldin og um helgar. Ég spyr: Er þetta forsvaranlegt? Hvers vegna eru ekki fleiri saman á vaktinni, bæði vegna öryggisins og til að afgreiðslufólkið geti notið matarhlés? Ég vildi ekki vita af mínu barni í þessari aðstöðu, stöðugur ótti í vinnunni. Hefur þú kæra foreldri hugsað um þessa hluti? Öryggi á vinnustöðum er eitt af baráttmálum mínum, þar nýtist sú þekking og reynsla sem ég hef öðlast á starfsvettvangi mínum með slysamál. Það veldur mér miklum áhyggjum að launamenn eru nú settir í þá stöðu að sjá sjálfir um að tilkynna vinnuslys til tryggingafélags atvinnurekanda. Launamenn eru tryggðir í hópvátryggingu af atvinnurekanda og fá sjaldnast vitneskju um hvar atvinnurekandi hefur tryggt þá. Hvernig skilamálar trygginga þeirra eru. Á þessi mál legg ég þunga áherslu á að séu vel kynnt okkar félagsmönnum. Ég er í framboði til formanns VR, hljóti ég kosningu ætla ég að vinna sérstaklega að málefnum afgreiðslufólks í verslunum, yngstu sem elstu, vinnutíma, öryggismálum og opnunartímum verslana. Ég vil hvetja félagsmenn til að taka þátt með mér í vinnu sem snýr að þeirra málefnum. Kosningu til formanns og stjórnar VR lýkur kl. 12.00 á hádegi þann 30. mars n.k. Félagsmenn í verslunum, atkvæði greitt mér gefur mér tækifæri til að vinna að ykkar málum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar