Handbolti

Aron með fimm mörk í útisigri á Montpellier

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmsson.
Aron Pálmsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Aron Pálmsson átti góðan leik þegar Kiel vann 34-31 útisigur á Montpellier í Meistaradeildinni í dag. Aron skoraði fimm mörk í leiknum en Kiel-liðið náði að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum.

Christian Zeitz fékk rautt spjald á 18. mínútu leiksins og Kiel lenti mest fjórum mörkum undir í fyrri hálfleiknum (12-8). Montpellier var síðan 17-16 yfir í hálfleik.

Kiel skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og var komið með þriggja marka forskot þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Eftir það var Kiel með leikinn í sínum höndum.

Kim Andersson og Daniel Narcisse voru markahæstir hjá Kiel með sjö mörk en þeir Dominik Klein og Filip Jicha skoruðu fimm mörk eins og Aron.

THW Kiel er í öðru sæti í riðlinum einu stigi á eftir AG kaupmannahöfn sem vann líka 34-31 sigur á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×