Handbolti

Hrafnhildur: Þetta var ömurlegur dagur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir.
Hrafnhildur Skúladóttir. Mynd/Pjetur
„Mér líður skelfilega og vill biðjast innilegar afsökunar heim því þetta var ömurlegt," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir 24-28 tap á móti Angóla á HM í Brasilíu í kvöld.

„Ég held að leikurinn á móti Svartfjallalandi hafi kostað okkur of mikla orku því alltof margir leikmenn voru orkulausir og ólíkir sjálfum sérí dag. Við byrjuðum sóknarleikinn ágætlega en spiluðum ömurlega vörn og náum aldrei öryggi þar," sagði Hrafnhildur.

„Leikurinn í gær kostaði okkur ótrúlega mikið líkamlega. Við fáum hvíldardag á morgun en nú tökum við bara strákastæla á þetta og förum fjallabaksleiðina. Við gefumst ekki upp, það eru þrír leikir eftir og við stefnum að sömu markmiðum," sagði Hrafnhildur.

„Þær voru að fara alltof létt með okkur í vörninni. Þær eru að spila öðruvísi en við erum vanar. Við vissum alveg hvernig þær væru og voru búnar að skoða þær vel. Ég held bara að við höfum ekki farið eftri neinu sem var talað um við okkur fyrir leikinn. Þetta var ömurlegur dagur," sagði Hrafnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×