Handbolti

Svartfjallaland vann Þjóðverja | allt í járnum í A-riðli

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Mynd/Pjetur
Það var greinilegt að hið gríðarlega sterka lið Svartfjallalands hafði vaknað upp að værum blundi eftir 22-21 tap liðsins gegn „litla“ Ísland í opnunarleik A-riðilsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Svartfjallalandi er spáð mikilli velgengni á þessu móti og í dag sýndi liðið góða takta í 25-24 sigri liðsins gegn Þjóðverjum í Arena Santos hér í Brasilíu.

Svartfjallaland var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og náði mest 5 marka forskoti, 9-4. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Svartfjallaland. Leikmenn Svartfjallands fögnuðu hverju einasta marki eins og það hefði tryggt liðinu heimsmeistaratitilinn. Taktar og tilþrif sem voru ekki til staðar gegn Íslandi í gær.

Þjóðverjar náðu að rétta sinn hlut í upphafi síðari hálfleiks en frábær kafli Svartfjallalands kom liðinu í 18-13 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum. Þjóðverjar náðu að minnka muninn á síðustu mínútum leiksins og aðenis munaði 2 mörkum þegar 4 mínútur voru eftir 23-21: Þjóðverjar náðu að minnka muninn í 1 mark egar 15 sek voru eftir. Og liðið komst í aðra sókn þegar 10 sek voru eftir en misheppnuð sending varð til þess að ekkert skot kom á markið.

Þýska liðið er sterkt en náði sér ekki á strik í dag. Helsta vopn þeirra er stórskyttan hávaxna Franziska Mietzner. Hún er rétt rúmlega 1.90 m á hæð og getur svo sannarlega skotið ef hún fær að komast á „flugbrautina“ sína. Það var sérstaklega áhugvert að sjá að Ana Djokic, smávaxinn línumaður Svartfellinga, stóð vörnina gegn Mietzner. Djokic er 1.68 m á hæð en býr yfir gríðarlegum líkamsstyrk.

Stuðningsmenn Noregs, sem eru fjölmargir, fögnuðu sigri Svartfellinga ákaft. Þar sem að Noregur tapaði gegn Þýskalandi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×