Handbolti

HM 2011: Stella: Þurftum allar að eiga toppleik

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Stella Sigurðardóttir.
Stella Sigurðardóttir. Mynd/Pjetur
„Við vissum að við þyrftum allar að eiga toppleik til þess að vinna þær. Innst inni vorum við að vona það að þær myndu koma með það hugarfar í leikinn að þær ætluðu að taka okkur með „vinstri“. Mér fannst þær ekki eiga séns í okkur þegar við vorum komnar með stemninguna í okkar lið,“ sagði Stella Sigurðardóttir landsliðskona í handbolta eftir 22-21 sigur Íslands gegn Svartfjallandi á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í gærkvöldi.

Stella skoraði 3 mörk í leiknum og hún lék stórt hlutverk að venju í sókn sem vörn.

„Mér fannst ég ekki eiga minn besta leik í fyrri hálfleik. Það var því bara að takast á við það og gera betur. Við vorum búnar að kortleggja þetta lið mjög vel en í raun vorum við mest að hugsa um okkar leik. Ekkert annað,“ bætti Stella við en hún viðurkennir að það hafi farið aðeins um hana á lokakaflanum. Ísland náði fjögurra marka forskoti undir lok leiksins en Svartfjallaland náði að minnka það forskot.

„Það fór aðeins um mig í lokinn þegar þær minnkuðu muninn í eitt mark. Við hættum að taka skotin og fórum að vonast til þess að leikurinn myndi bara klárast. Það má ekki gerast þrátt fyrir að við séum fjórum mörkum yfir,“ sagði Stella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×