Handbolti

HM 2011: Afríkumeistaralið Angóla er sýnd veiði en ekki gefin

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Marcelina Kiala.
Marcelina Kiala. Mynd/Nordic Photos/Getty
Angóla, mótherjar Íslands í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna, unnu nauman sigur á Kínverjum í A-riðlinum í Santos í gær. Lokatölur 30-29. Leikurinn var bráðfjörugur og það er ljóst að Ísland þarf að eiga góðan leik til þess að leggja Afríkumeistaralið Angóla að velli.

Gríðarlegur hraði einkennir lið Angóla í vörn sem sókn. Þær léku 6-0 vörn gegn Kína og hraðaupphlaup eru þeirra helsta vopn. Angóla gerði samt sem áður ótrúlega mörg tæknileg mistök. Þar missti þær boltann vegna skrefadóma ítrekað, og misheppnaðar sendingar voru ótrúlega margar.

Markvarslan hjá Angóla gegn Kína var ekkert sérstök en Maria Odeth Tavares varði aðeins 8 skot. Angóla var með 3 markverði á skýrslu í gær og komu þeir allir eitthvað við sögu.

Marcelina Kiala, leikmaður nr. 18 í liði Angóla, skoraði tvö síðustu mörk liðsins í gær gegn Kína og tók af skarið þegar mest á reyndi. Hún var með lélega skotnýtingu, skoraði 5 mörk úr 11 tilraunum.

Langskot Angóla voru ekki að gera sig gegn Kínverjum í gær, en Angóla skoraði aðeins 3 mörk úr 18 tilraunum. Luisa Kiala, leikmaður nr. 11 í liði Angóla, var áberandi í sóknarleiknum með 5 mörk úr 9 tilraunum. Sömu sögur er að segja af Madalena Bombo Calandula sem skoraði 5 mörk úr 6 tilraunum.

Patricia Joelma Viegas, leikmaður nr. 2, gerði engin mistök í gær og skoraði úr öllum 5 skotum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×