Ég er að tala við þig, kæri almenningur 23. september 2011 09:00 Hvar brýst hin niðurbælda reiði út? Er ekki skynsamlegra að beina henni að þeim sem á þér hafa brotið? Það er ekki til lítils af okkur ætlað af stjórnvöldum. Ekki nóg með að við eigum óumbeðin að taka á okkur byrðarnar af einu stærsta efnahagshruni sem hér á landi hefur orðið, heldur eigum við líka að kyngja því þegjandi og hljóðalaust að þeim byrðum sé útdeilt á mjög óréttlátan og vafasaman hátt. Litli maðurinn skal borga brúsann með öllum ráðum og dáðum. En af hverju skyldu stjórnvöld halda að þau komist upp með slíkt ofbeldi gegn almenningi? Er það kannski af því að þau vita að íslenskur almenningur er vanur að dansa eftir þeirra höfði, þegjandi og hljóðalaust? Stjórnvöld vita að fólkið í landinu er orðið þreytt og vill fara að einbeita sér að einhverju skemmtilegra, hver láir þeim það svo sem? Lítill hópur fólks neitar að horfa framhjá þessu gríðarlega óréttlæti og reynir að berjast gegn því með ýmis konar aðgerðum. Þá er athygli ríkisstjórnarinnar vakin á því óréttlæti sem hér á sér stað með mjög skýrum hætti, án þess þó að fá þá verðskulduðu athygli sem þeim aðgerðum eru ætlaðar. Það sorglega er að áhugaleysið og leiðinn á umræðunni um sífellt versnandi kjör almennings nær líka til fjölmiðlanna, sem sýna efninu takmarkaðan áhuga. Svokallaðar afskriftir á skuldum almennings voru ákveðnar í miklum flýti og án þess að vera vel ígrundaðar. Skuldavandi heimilanna átti að vera forgangsmál í tiltektinni eftir hrunið til þess að fólkið gæti séð fram á örlitla von í sinni lífsbaráttu. Í staðinn hefur það sýnt sig að þetta eru ein mestu mistök núverandi ríkisstjórnar fram að þessu. Af hverju stingur ríkisstjórnin höfðinu í sandinn þegar hún er krafin svara um þetta mál? Væri ekki betra að viðurkenna mistökin og reyna að bæta fyrir þau? Víða er pottur brotinn og almenningur hefur skilning á því að tiltektin eftir svínaríið er ærið verk, en þarna er um slíkt klúður að ræða að ekki verður framhjá því horft. Í samtölum við ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem og framkvæmdastjóra ÍLS vegna þessa ójafnræðis eru svörin á þá leið að svona sé þetta nú bara, lögin komi í veg fyrir að lánastofnanir vinni eftir sömu reglum. ÍLS má samkvæmt lögum ekki ganga jafn langt og bankarnir í lánaleiðréttingum sínum. Þannig fór fólk með málin sín í gegnum bankana og fékk afskriftir á meðan fólki í sambærilegri stöðu var hafnað af ÍLS. Og hver setti þessi lög sem eru svona meingölluð og ósanngjörn? Er ekki kominn tími til þess að ríkisstjórnin viðurkenni vanmátt sinn og biðji þjóðina afsökunar á þessu klúðri? Kröfurnar sem stjórnvöld gera til almennings eru ekki mannúðlegar. Fólki er gert að halda áfram að borga brúsann, sem stöðugt verður stærri, við sífellt verri aðstæður. Getum við verið sátt við sjálf okkur ef við látum þetta viðgangast án þess að verja okkur? Virkar það að segja „já, amen“ og láta eins og ekkert hafi í skorist? Erum við þá ekki að dreifa eitri í kringum okkur? Sú reiði sem mallar undir yfirborðinu, án þess að henni sé hleypt út á eðlilegan hátt og málin gerð upp, mun hafa alvarlegri afleiðingar í samfélaginu en við getum gert okkur í hugarlund. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þannig eru stjórnvöld að setja almenningi slæmt fordæmi með aðgerðum sínum sem hvetja til vanskila og refsa fyrir skilvísi í fjármálum. Það er auðséð af hverju t.d. svört atvinnustarfsemi er farin að blómstra eins og aldrei fyrr hér á landi. Og undrar það einhvern að sífellt fleiri flytji utan eða hætti viljandi að borga af lánum sínum? Hvaða hópur samfélagsins borgar brúsann af því? Siðferði stjórnvalda er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og þess vegna er siðferðisleg hnignun þessarar þjóðar óhjákvæmileg, nema við höfnum því að stjórnvöld ráði hér ríkjum og valdi frekari skaða samfélagsins. Er ekki kominn tími til þess að vakna og horfast í augu við stöðuna eins og hún er? Almenningur þarf nú sem aldrei fyrr að standa saman og standa vörð um þau gildi sem eru stoðirnar í okkar samfélagi. Það er sagt að stundum eigi reiðin rétt á sér og það á augljóslega við um Ísland í dag. Beinum reiðinni því í rétta átt og nýtum hana á uppbyggilegan hátt í þágu okkar samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvar brýst hin niðurbælda reiði út? Er ekki skynsamlegra að beina henni að þeim sem á þér hafa brotið? Það er ekki til lítils af okkur ætlað af stjórnvöldum. Ekki nóg með að við eigum óumbeðin að taka á okkur byrðarnar af einu stærsta efnahagshruni sem hér á landi hefur orðið, heldur eigum við líka að kyngja því þegjandi og hljóðalaust að þeim byrðum sé útdeilt á mjög óréttlátan og vafasaman hátt. Litli maðurinn skal borga brúsann með öllum ráðum og dáðum. En af hverju skyldu stjórnvöld halda að þau komist upp með slíkt ofbeldi gegn almenningi? Er það kannski af því að þau vita að íslenskur almenningur er vanur að dansa eftir þeirra höfði, þegjandi og hljóðalaust? Stjórnvöld vita að fólkið í landinu er orðið þreytt og vill fara að einbeita sér að einhverju skemmtilegra, hver láir þeim það svo sem? Lítill hópur fólks neitar að horfa framhjá þessu gríðarlega óréttlæti og reynir að berjast gegn því með ýmis konar aðgerðum. Þá er athygli ríkisstjórnarinnar vakin á því óréttlæti sem hér á sér stað með mjög skýrum hætti, án þess þó að fá þá verðskulduðu athygli sem þeim aðgerðum eru ætlaðar. Það sorglega er að áhugaleysið og leiðinn á umræðunni um sífellt versnandi kjör almennings nær líka til fjölmiðlanna, sem sýna efninu takmarkaðan áhuga. Svokallaðar afskriftir á skuldum almennings voru ákveðnar í miklum flýti og án þess að vera vel ígrundaðar. Skuldavandi heimilanna átti að vera forgangsmál í tiltektinni eftir hrunið til þess að fólkið gæti séð fram á örlitla von í sinni lífsbaráttu. Í staðinn hefur það sýnt sig að þetta eru ein mestu mistök núverandi ríkisstjórnar fram að þessu. Af hverju stingur ríkisstjórnin höfðinu í sandinn þegar hún er krafin svara um þetta mál? Væri ekki betra að viðurkenna mistökin og reyna að bæta fyrir þau? Víða er pottur brotinn og almenningur hefur skilning á því að tiltektin eftir svínaríið er ærið verk, en þarna er um slíkt klúður að ræða að ekki verður framhjá því horft. Í samtölum við ráðherra þessarar ríkisstjórnar sem og framkvæmdastjóra ÍLS vegna þessa ójafnræðis eru svörin á þá leið að svona sé þetta nú bara, lögin komi í veg fyrir að lánastofnanir vinni eftir sömu reglum. ÍLS má samkvæmt lögum ekki ganga jafn langt og bankarnir í lánaleiðréttingum sínum. Þannig fór fólk með málin sín í gegnum bankana og fékk afskriftir á meðan fólki í sambærilegri stöðu var hafnað af ÍLS. Og hver setti þessi lög sem eru svona meingölluð og ósanngjörn? Er ekki kominn tími til þess að ríkisstjórnin viðurkenni vanmátt sinn og biðji þjóðina afsökunar á þessu klúðri? Kröfurnar sem stjórnvöld gera til almennings eru ekki mannúðlegar. Fólki er gert að halda áfram að borga brúsann, sem stöðugt verður stærri, við sífellt verri aðstæður. Getum við verið sátt við sjálf okkur ef við látum þetta viðgangast án þess að verja okkur? Virkar það að segja „já, amen“ og láta eins og ekkert hafi í skorist? Erum við þá ekki að dreifa eitri í kringum okkur? Sú reiði sem mallar undir yfirborðinu, án þess að henni sé hleypt út á eðlilegan hátt og málin gerð upp, mun hafa alvarlegri afleiðingar í samfélaginu en við getum gert okkur í hugarlund. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þannig eru stjórnvöld að setja almenningi slæmt fordæmi með aðgerðum sínum sem hvetja til vanskila og refsa fyrir skilvísi í fjármálum. Það er auðséð af hverju t.d. svört atvinnustarfsemi er farin að blómstra eins og aldrei fyrr hér á landi. Og undrar það einhvern að sífellt fleiri flytji utan eða hætti viljandi að borga af lánum sínum? Hvaða hópur samfélagsins borgar brúsann af því? Siðferði stjórnvalda er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og þess vegna er siðferðisleg hnignun þessarar þjóðar óhjákvæmileg, nema við höfnum því að stjórnvöld ráði hér ríkjum og valdi frekari skaða samfélagsins. Er ekki kominn tími til þess að vakna og horfast í augu við stöðuna eins og hún er? Almenningur þarf nú sem aldrei fyrr að standa saman og standa vörð um þau gildi sem eru stoðirnar í okkar samfélagi. Það er sagt að stundum eigi reiðin rétt á sér og það á augljóslega við um Ísland í dag. Beinum reiðinni því í rétta átt og nýtum hana á uppbyggilegan hátt í þágu okkar samfélags.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar