Innlent

Fiskimenn ætla að mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) hafa efnt til mótmæla fyrir utan sjávarútvegsráðuneytið að Skúlagötu klukkan tvö í dag.

Í tilkynningu frá samtökunum segir. „Það er sorglegra en tárum tekur með ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferðarkerfið að fólk þurfi að standa fyrir utan ríkisstofnanir og sýna óánægju sina í verki. Sú stund er löngu runnin upp.“

Samtökin mótmæla meðal annars því að „íslenska ríkið er byrjað að svipta smábátasjómenn veiðileyfi, sem róa án kvóta, til að mótmæla núverandi fiskveiðstjórnunarkerfi, menn sem vilja borga ríkinu veiðigjaldi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×