Innlent

Harður árekstur á Snorrabraut

Mynd/Vilhelm
Harður árekstur varð á Snorrabraut um klukkan hálftvö í dag og voru lögregla og sjúkralið kölluð til. Þrátt fyrir miklar skemmdir á bifreiðunum urðu lítil meiðsl á fólki að sögn slökkviliðsins. Tveir voru þó fluttir á slysadeild til nánari skoðunar.

Óljóst er um orsakir árekstursins en þrír bílar skemmdust nokkuð mikið.



Miklar tafir hafa orðið á Snorrabraut vegna árekstursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×