Innlent

Gaf 200 björgunarsveitarmönnum plokkfisk

Grímur kom til bjargar.
Grímur kom til bjargar.
Kokkurinn Grímur Gíslason gaf björgunarsveitarfólki 200 skammta af plokkfiski, og var það væntanlega kærkomin búbót, enda björgunarsveitarmenn búnir að standa í ströngu við leit á Svía á þrítugsaldri sem er týndur á eða nærri Sólheimajökli.

„Við vildum bara leggja eitthvað smávægilegt af mörkum," segir Grímur en fyrirtæki hans framleiðir plokkfisk og er með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum. Grímur segist hafa látið aka plokkfisk fyrir 200 manns frá Reykjavík til Skóga, þar sem björgunarsveitarmenn eru með höfuðstöðvar meðan þeir leita Svíans.

„Við erum gríðarlega heppin og stolt að eiga svona gott fólk," segir Grímur og bætir við: „Vonandi gengur þetta upp hjá þeim."

Grímur segir að björgunarsveitarfólkið hafi verið ánægt með plokkfiskinn.

Á milli 200 og 300 björgunarsveitarmanna leita nú að Svíanum, sem óskaði eftir aðstoð á miðvikudagskvöldinu. Fótspor hafa fundist en óvíst hvort þau tilheyri Svíanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×