Innlent

Verðkönnun ASÍ: Lítill munur á Bónus og Krónunni

Lítill verðmunur var á milli Bónuss og Krónunnar þegar ASÍ kannaði verð á matarkörfunni í matvöruverslunum síðastliðinn þriðjudag. Munurinn var 175 krónur á milli verslananna tveggja og í meira en helmingi tilvika var munurinn á milli einstakra vörutegunda minni en tvær krónur. Að þessu sinni var karfan ódýrust hjá Bónus þar sem að hún kostaði 16.596 kr. en dýrust hjá Samkaupum - Úrvali á 19.816 kr. sem er 3.220 kr. verðmunur eða 19%.

„Næst dýrasta karfan að þessu sinni var hjá Nóatúni á 19.514 kr. en lítill verðmunur var á þeim og Samkaupum - Úrval eða 1%,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.

Munurinn á milli Bónuss og Nettós var hinsvegar 6% og 7% verðmunur var á Víði og Bónus. Nettó og Víðir eru hinsvegar á svipuðum slóðum, en 1% verðmunur var á milli verslananna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×