Erlent

Kórsöngur í boði Svarthöfða

Lokaprófin geta tekið á og þegar jólin nálgast gefst nemendum sjaldnast tími til njóta jólaandans. Nemendur við Tækniháskólanum í Algonquin ákváðu að ljá prófatímabilinu smá jólastemningu og fengu Svarthöfða til stjórna kórsöng.

Myndbandið var framleitt af kvikmyndadeild Tækniháskólans og var ætlað sem jólagjöf til nemendanna. Myndbandið var sett á Youtube fyrr í þessum mánuði hefur vakið mikla athygli síðustu daga.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svarthöfði sýnir hæfni sína í tónlistarstjórnun. Árið 2009 steig hann á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og flutti uppáhalds lagið sitt, Imperial March eftir John Williams.

Hægt er að sjá Svarthöfða á sviði ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×