Guðmundur: Óttast ekki að missa starfið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Guðmundur er þjálfari af lífi og sál og tekur alltaf afar virkan þátt í leiknum frá hliðarlínunni eins og sjá má á þessari mynd. Nordic Photos / Getty Images Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel." Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel."
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira