Guðmundur: Óttast ekki að missa starfið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Guðmundur er þjálfari af lífi og sál og tekur alltaf afar virkan þátt í leiknum frá hliðarlínunni eins og sjá má á þessari mynd. Nordic Photos / Getty Images Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel." Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stendur í ströngu þessa dagana sem fyrr. Hann er þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen ásamt því að vera þjálfari íslenska landsliðsins. Löwen situr í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem stendur og virðist vera skrefi á eftir fjórum efstu liðunum. Guðmundur segir að árangurinn sé samt í takti við það sem hann bjóst við. „Við erum á svipuðu róli og ég gerði ráð fyrir. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir tímabilið og svo verða töluvert miklar breytingar aftur fyrir næsta tímabil. Það er því ekki auðveldasta verkefni í heimi að fá alla til þess að gefa sig í verkefnið á fullu. Þetta er hálfgert milliár hjá okkur að mörgu leyti og liðið er ekki eins sterkt og það hefur verið síðustu ár," segir Guðmundur, en hann fær Alexander Petersson og danska markvörðinn Niklas Landin meðal annars til félagsins næsta sumar. „Svo kemur líka góð vinstri skytta sem ég get ekki nafngreint í augnablikinu. Það er óhætt að segja að það séu mjög spennandi tímar fram undan hjá okkur." Höfum orðið fyrir miklum áföllumRóbert Gunnarsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.Nordic Photos / Getty ImagesGuðmundur segir að forsvarsmenn félagsins geri sér fyllilega grein fyrir því að það sé hálfgert millibilsástand hjá félaginu núna og því sé enginn að fara á taugum þó svo félagið haldi ekki alveg í við efstu liðin. „Það er samt alltaf pressa í þessu starfi. Ég upplifi ekki neina óánægju með mín störf og finn fyrir fullum stuðningi þeirra sem stýra félaginu. Ég óttast því ekkert um starfið mitt. Alls ekki." Löwen hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum. Pólska stórskyttan Karol Bielecki missti annað augað á síðustu leiktíð og svo greindist norski línumaðurinn Bjarte Myrhol með illkynja krabbamein fyrir þetta tímabil. „Áföllin sem hafa dunið yfir okkur eru með ólíkindum. Þetta hefur haft sín áhrif á hópinn. Svo höfum við verið með lykilmenn meidda þannig að við stöndum ekkert of vel í augnablikinu. Við erum með mjög þunnan hóp núna og höfum verið þannig í síðustu leikjum. Ég hef einfaldlega ekki getað skipt inn mönnum þannig að álagið er mikið." Róbert í nógu góðu leikformi til að spila með landsliðinuFyrir utan áföllin innan vallar hefur einnig verið ákveðin óvissa utan vallar. Danska skartgripajöfrinum Jesper Nielsen var meinað að vera bæði aðaleigandi Löwen og danska liðsins AG. Í kjölfar þess úrskurðar hefur Nielsen aðallega verið að einbeita sér að AG. „Það lítur mjög vel út með framhaldið í þeim efnum. Það mun koma í ljós fljótlega en það eru ýmis jákvæð teikn hér á lofti með framtíðina og allt sem bendir til þess að hér verði hægt að halda áfram af fullum krafti. Það er heldur ekki fullljóst hvort Jesper kúpli sig alveg frá Löwen. Það veit enginn sem stendur." Róbert Gunnarsson er eini Íslendingurinn í liði Löwen í vetur en hann hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu eftir að Bjarte Myrhol sneri til baka. „Róbert hefur spilað nokkuð. Spilaði í 30 mínútur gegn Gummersbach og í tveimur Evrópuleikjum. Einnig spilaði hann í kortér gegn Grosswallstadt. Hann hefur reyndar ekki spilað neitt í síðustu tveimur leikjum. Bjarte Myrhol er að spila afspyrnuvel og það er erfitt að taka hann af velli á meðan hann spilar vel," segir Guðmundur, en er Róbert í nægilega góðu leikformi til þess að spila með landsliðinu? „Já, hann er það. Robbi er í fínu standi en það er við ramman reip að draga þegar maðurinn sem hann er að keppa við er að spila mjög vel."
Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita