Innlent

Hátt í 1700 leituðu á Vog

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls fengu 1.676 manns innlagnarmeðferð hjá Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Skjólstæðingum sem þiggja innlagnarmeðferð hefur fækkað lítillega frá árinu 2007 en þá voru þeir 1800. Áætlað er að mun fleiri, eða 4000, sæki meðferð á dag- og göngudeild.

Töluvert færri, eða 381, fengu innlagnarmeðferð á Landspítalanum í fyrra og 1157 fengu meðferð á dag- og göngudeildinni þar. Þá fengu 385 innlagnarmeðferð á Hlaðgerðarkoti sem Samhjálp rekur í fyrra og rúmlega 3400 fengu dag- eða göngudeildarmeðferð þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×