Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis 16. september 2011 06:00 Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. Rannsókn prófessors Karen Busby tekur yfir allar birtar rannsóknir sem gerðar hafa verið á staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem voru 40 talsins á þeim tíma. Niðurstöður þeirra eru einróma sammála um afar góðan árangur staðgöngumæðrunar. Eins sýna þær að flest ef ekki öll þau álitaefni sem sett hafa verið fram í umræðunni hér á Íslandi eiga ekki við rök að styðjast. Í ályktun heilbrigðisnefndar segir að lögð skuli áhersla á að tryggja í fyrsta lagi hag og réttindi barnsins, að tryggja í öðru lagi rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og fjölskyldu hennar og að tryggja í þriðja lagi farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Skýrt verði kveðið á um traustan lagaramma, ströng skilyrði og skýrar verklagsreglur við framkvæmd og eftirlit. Faglegt mat, alþjóðlegar rannsóknir og reynsla annarra þjóða verði lögð til grundvallar við vinnu starfshóps, skipuðum af velferðarráðherra, við gerð frumvarps sem ráðherra leggi fram á Alþingi eigi síðar en 1. mars 2012. Flutningsmaður hinnar breyttu tillögu fyrir hönd heilbrigðisnefndar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni af hálfu heilbrigðisnefndar eru að bindandi samkomulag hefur verið fellt út og að tímaramminn hefur verið rýmkaður verulega, eða til 1. mars 2012. Staðganga styður heilshugar nefndarálit heilbrigðisnefndar með öllum þeim fyrirvörum sem þar koma fram og vonar að málið verði tekið til umræðu og atkvæðagreiðslu á yfirstandandi þingi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar