Innlent

Fréttamaður stefnir Landlækni vegna dauða dóttur sinnar

Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Dóttir hans lést á síðasta ári vegna of stórs skammts af morfíni. Mynd/Anton Brink
Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss. Dóttir hans lést á síðasta ári vegna of stórs skammts af morfíni. Mynd/Anton Brink
Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður og fyrrverandi ritstjóri Kompáss sem sýndur var á Stöð 2, ætlar að stefna læknum og Landlækni vegna dauða dóttur sinnar, Sigrúnar Mjallar, sem lést í byrjun júní á síðasta ári vegna of stórs skammts af morfíni. Sigrún Mjöll var 17 ára. Fjallað er um málið í Fréttatímanum sem kemur út á morgun.

Þar kemur fram að Jóhannes hyggst stefna læknum sem ávísuðu lyfjum á karlmann sem er sprautufíkill og var í sambandi við Sigrúnu Mjöll á hálfs árs tímabili. Jóhannes ætlar einnig að stefna embætti Landlæknis vegna skorts á eftirliti með útgáfu lyfseðla.

„Það er allt flæðandi í læknadópi á götum Reykjavíkur. Dópi sem kemur frá íslenskum læknum,“ segir Jóhannes í samtali við Fréttatímann. Hann vill láta á það reyna hvort læknarnir sem ávísuðu lyfjum á umræddan mann hafi brotið lög en maðurinn hefur verið fíkill í mörg ár, samkvæmt Jóhannesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×