Skoðun

Öðrum er sama

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Af fylgjendum Icesave-laganna má einna helst skilja að aðrar þjóðir fylgist með andakt með því hvort við samþykkjum að greiða þessar kröfur. Er þetta rétt? Auðvitað ekki.

Þetta mál nær ekki fréttatímum í nágrannalöndunum. Það er ástæðulaust að ætla að þetta muni hafa neikvæð áhrif í framtíðinni á traust Íslendinga í viðskiptum.

Við munum frekar, hjá þeim sem á annað borð fylgjast með þessu, vaxa í áliti fyrir að láta ekki þvinga okkur til að taka á okkur skyldu til að greiða kröfur sem við eigum ekki að borga.

Fellum Icesave-lögin.

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×