Enski boltinn

Young færist nær Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ashley Young.
Ashley Young.
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er vængmaðurinn Ashley Young búinn að gangast undir læknisskoðun hjá Man. Utd. Hann gæti skrifað undir samning við félagið um helgina.

Umboðsmenn Young hafa verið í viðræðum við Man. Utd í nokkurn tíma og hann var búinn að ná saman við félagið áður en hann fór í sumarfrí.

Ef kaupin ganga í gegn mun Young skrifa undir fimm ára samning við ensku meistarana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×