Játning Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 23. janúar 2011 06:00 Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Öðlingurinn Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og góður og gegn plebbi er ég alltaf að leita að einhverju til að vera stoltur af. Það skiptir mig minna máli hvort afrekið sem ég er stoltur af megi á nokkurn hátt rekja til mín eða minnar vinnu. Besta leiðin til að útskýra þetta er með því að segja að ég er hinn dæmigerði maður sem fyllist stolti þegar íslenska handboltalandsliðinu gengur vel. Alveg frá því ég var lítill hef ég verið upptekinn af því hvað gerir Íslendinga sérstaka. Er það hesturinn, handboltinn, vatnið, viðskiptavit eða eitthvað annað? Oft hef ég staðið sjálfan mig að því að útskýra fyrir útlendingum hvað Ísland sé frábært á mörgum sviðum - að Ísland sé jafnvel ríki sem aðrar þjóðir geti tekið sér til fyrirmyndar. En oftast hef ég þurft að éta upp í mig montið. Yfirlýsingar um að á Íslandi sé lítil spilling eiga ekki við rök að styðjast. Mont um íslenska hestinn er innantómt hjal. Þá er viðskiptavit Íslendinga álíka mikið og hjá naggrísum. Ég held að það eina sem við getum státað okkur af er að á Íslandi hafa konur hlutfallslega meiri réttindi en í flestum öðrum löndum. Launamunur kynja er minni, atvinnuþátttaka meiri, kynbundið ofbeldi er ekki lengur feimnismál og konur hafa haslað sér völl í viðskiptum og stjórnmálum. Ég veit vel að björninn er ekki unninn, en fordæmi íslenskra kvenna er aðdáunarvert. Ég á líklega engan hlut í því sjálfur, ekki frekar en íslenska handboltalandsliðinu, en ég er stoltur af jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Ég skal stilla mig um mont - en mikið er ég stoltur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar