Dýrafjarðargöng eru lífsnauðsyn fyrir samfélagið 15. desember 2011 06:00 Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Sjá meira
Dýrafjarðargöng eru mikilvægasta samgöngubót á Vestfjörðum til að tengja saman þéttbýlisstaði og byggðir Ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu. Dýrafjarðargöng munu leysa af veginn um Hrafnseyrarheiði, einn hæsta og erfiðasta fjallveg á landinu, og stytta leiðina á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um 27 kílómetra. Hrafnseyrarheiði er sú heiði sem yfirleitt verður fyrst ófær, af öllum heiðum Vestfjarða, og sú heiði sem síðast er opnuð á vorin. Hrafnseyrarheiði er versta hindrun í frekari samvinnu og samtengingu byggða á Vestfjörðum. Vestfirðingar vilja Dýrafjarðargöng. Við endurskoðun vegaáætlunar eftir hrunið, árið 2010, var ákveðið að á árinu 2012 yrði veitt fjármunum bæði í Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng, með fyrirheiti um áframhald á fjárveitingum næstu ár. Samgöngunefnd Alþingis sagði þá í nefndaráliti sínu: „Fyrir nefndinni kom fram það sjónarmið að samtenging byggða á Vestfjörðum væri að mörgu leyti sérstök og að taka yrði tillit til þess við gerð samgönguáætlunar. Nefndin telur að gerð jarðganga á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar efli samgöngur á milli byggða er nú tengjast saman með malarvegum og verða fyrir verulegum samgöngutruflunum yfir vetrartímann.“ Þingsályktun um samgönguáætlun áranna 2009-2012 var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Röksemdir nefndarinnar eru enn í fullu gildi. Rifja má upp að í eldri samgönguáætlun var gert ráð fyrir að Dýrafjarðargöng yrðu byggð á árunum 2011-2014. Eftir harkalegan niðurskurð í þorski árið 2007 (og í samræmi við bjartsýnisæði þess tíma) var boðað að flýta ætti framkvæmdinni þannig að göngin gætu orðið tilbúin árið 2012. En þeir tímar eru liðnir og koma ekki aftur. Árið 2009 vann Náttúrustofa Vestfjarða frummatsskýrslu fyrir Vegagerðina vegna jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að umhverfisáhrif af völdum jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu að mestu óveruleg. Hins vegar séu áhrif á samgöngur og samfélög verulega jákvæð. Það má því segja að allt sé tilbúið til að setja göngin í útboð. Nú berast þær fréttir að leggja skuli fyrir Alþingi nýja samgönguáætlun, langtímaáætlun áranna 2011-2022 þar sem ekki er fyrirhugað að grafa nein göng næstu fjögur árin og að Dýrafjarðargöng verði aftur sett aftast í langtímaáætlun. Framkvæmdin frestist því til ársins 2022, eða jafnvel lengur. Þetta er algerlega ófært fyrir okkur Vestfirðinga. Enn ein frestunin á framkvæmdum við Dýrafjarðargöng er hættuleg fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum og hindrar frekari þróun í atvinnuháttum og byggðaþróun. Þróun sem Vestfirðingar gera sér vonir um að geti hafist nú, með nýrri sjávarútvegsstefnu og uppbyggingu í fiskeldi og fleiri greinum. Seinkun Dýrafjarðarganga mun draga enn úr nýrri sókn byggðanna. Það eru ekki þau skilaboð sem Vestfirðingar þurfa, eftir hrakfarir síðustu áratuga undir ofríki rangláts kvótakerfis, einkavinavæðingar og öfgafrjálshyggju. Nú verða Vestfirðingar að standa saman um kröfuna um Dýrafjarðargöng á næstu fimm árum. Allir sem einn.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun