Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 19:58 Haukar fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. Heimir Óli skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir og Birkir Ívar varði svo frá Bjarna Fritzsyni í lokasókn leiksins. Sá síðarnefndi átti ótrúlegan leik í marki Hauka og varði 21 skot, þar af fjögur víti. Fyrri hálfleikur var að mestu eign Hauka og gátu gestirnir þakkað Sveinbirni Péturssyni, markverði sínum, að Haukar náðu hreinlega ekki að stinga af. Varnarleikur gestanna var flatur og mistök voru gerð í sókninni. Þetta lagaðist þó á síðustu tíu mínútunum og með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins náðu Akureyringar að koma sér aftur inn í leikinn og minnka muninn í aðeins eitt mark áður en flautað var leikhlés. Haukar náðu aftur fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en aftur náðu þeir ekki að halda það út. Leikmenn gerðu sig seka um einstaklingsmistök í sókninni og létu svo reka sig út af í vörninni. Um miðbik seinni hálfleiksins munaði litlu að upp úr syði. Haukar fengu þrjár tveggja mínútna brottvísanir á rúmri mínútu og Akureyringum dæmt víti þar að auki. En í stað þess að nýta sér þessa miklu yfirtölu varði Birkir Ívar vítið og þremur færri náðu Haukar að skora ótrúlegt mark. Þessu fylgdu þeir svo eftir stuttu síðar með marki úr hraðaupphlaupi og mátti þá sjá að leikurinn myndi spilast þeim í hag. Þó svo að Akureyringar hafi aftur náð að jafna metin þegar skammt var til leiksloka áttu heimamenn síðasta orðið og fögnuðu sigrinum. Bæði lið eru með unga leikmenn og sést það best á því að lítill stöðugleiki var í leik liðanna í kvöld. Haukar eru með marga öfluga leikmenn en þurfa að pússa sig betur saman, bæði í vörn og sókn, ef ekki á illa að fara. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur þó margoft sýnt hvað hann getur náð miklu úr sínum leikmönnum og hefur þessi góða byrjun liðsins í deildinni í haust sýnt að það býr heilmikið í Haukaliðinu. Akureyringar hafa þó tapað þremur leikjum í röð en mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins. Alls eru fimm leikmenn frá og allir eru í langvarandi meiðslum. Heimir Örn Árnason og Hörður Fannar Sigþórsson eru lykilmenn, bæði í vörn og sókn, og þeirra er sárt saknað. Akureyringar eru þó baráttuglaðir með eindæmum og gáfust aldrei upp þrátt fyrir allt mótlætið. Það mátti litlu muna að lukkan væri á þeirra bandi í kvöld og aðeins tímaspursmál hvenær norðanmenn komast á flug á ný.Haukar - Akureyri 23 - 22 (14 - 13)Mörk Hauka (skot): Heimir Óli Heimisson 7 (8), Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (9), Nemanja Malovic 3 (7), Freyr Brynjarsson 2 (3), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Gylfi Gylfason 1 (3/1), Einar Pétur Pétursson (1), Sveinn Þorgeirsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/4 (43/7, 49%).Hraðaupphlaup: 5 (Tjörvi 2, Þórður Rafn 1, Stefán Rafn 1, Gylfi 1).Fiskuð víti: 1 (Freyr 1).Utan vallar: 12 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/1 (18/2), Oddur Gretarsson 5/1 (8/4), Geir Guðmundsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (5), Bergvin Þór Gíslason 2 (6/1), Heimir Örn Árnason 1 (1), Guðlaugur Arnarsson (1), Hlynur Elmar Matthíasson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (37/1, 38%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 5, Geir 2, Oddur 1).Fiskuð víti: 7 (Bjarni 3, Geir 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Hlynur Elmar 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira