HM 2011: "Þetta er stórt verkefni fyrir okkur“ Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 3. desember 2011 08:00 Íslensku landsliðskonurnar hafa æft í Santos í Brasilíu síðustu dagana en þar mætir Ísland sterku liði Svartfjallalands í frumraun sinni í úrslitakeppni heimsmeistaramóts í handbolta. Mynd/Pjetur Mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu er Svartfjallaland sem er til alls líklegt á þessu móti. Flestir gera ráð fyrir því að Evrópumeistaralið Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar og Svartfjallaland muni berjast um efsta sætið í A-riðlinum í Santos. Og þessi lið gætu jafnvel farið alla leið á þessu móti. Ísland og Svartfjallaland áttust við í riðlakeppni Evrópumótsins í Danmörku í desember í fyrra þar sem Ísland tapaði með þriggja marka mun, 26-23. Forráðamaður Svartfellinga sagði í gær að markmiðin væru skýr. Að tryggja liðinu farseðil á Ólympíuleikana og þá kemur ekki margt annað til greina en að komast í sjálfan úrslitaleikinn – í það minnsta. „Þetta lið sem við erum mæta er gríðarlega sterkt og í raun bara félagsliðið Buducnost sem endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra. Og það lið mun að mínu mati vinna Meistaradeildina í ár. Þetta er stórt verkefni fyrir okkur," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær eftir æfingu liðsins í Arena Santos. Ákefðin þarf að vera í lagi„Við þurfum að leggja mikla áherslu á að ganga út í skytturnar þeirra, og vera með ákefðina í lagi. Það verður rauði þráðurinn í okkar leikskipulagi til þess að byrja með," bætti Ágúst við. Íslenska liðið æfði af miklum krafti í gær á síðustu æfingunni fyrir frumsýninguna í dag. Allir leikmenn liðsins eru heilir og einbeitingin skín úr augum þeirra. Það er alveg ljóst að leikurinn gegn Svartfjallalandi verður gríðarlega erfiður en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hvergi smeyk. „Við reynum að negla þær, þær eru hrikalegalega góðar og líklega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt og sýna okkar styrk og það sem hefur leitt okkur hingað," sagði Anna í gær en það er ljóst að línumaðurinn mun standa í ströngu í vörn sem sókn gegn líkamlega sterku liði Svartfjallalands í leiknum í dag. Fáir iðkendur en mikill áhugiÍbúafjöldinn í Svartfjallalandi er aðeins um 700.000 en athygli vekur að aðeins eitt þúsund skráðir iðkendur eru í handbolta í landinu. Til samanburðar eru rúmlega sex þúsund skráðir iðkendur á Íslandi. Einn forsvarsmanna liðsins segir að um 50% af landsmönnum muni horfa á beinar útsendingar frá leikjum liðsins. Svartfjalland komst, líkt og Ísland, á HM í gegnum umspil. Svartfjallaland vann Tékka samanlagt 75-52 í tveimur leikjum. Ísland vann Úkraínu 61-42 samanlagt í tveimur leikjum. Svartfjallaland endaði í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í desember á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem Svartfjallaland komst inn í úrslitakeppni EM en Íslendingar voru í sömu sporum á því móti, sem nýliðar. Reynum að halda okkur á jörðinni„Það er rosalega gott að vera komin á stórmót, HM, og allt. En við erum að reyna að halda okkur á jörðinni og líta á þetta sem venjulegan landsleik. Einn leik í einu og allt það. Þannig er stemningin í hópnum," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu er Svartfjallaland sem er til alls líklegt á þessu móti. Flestir gera ráð fyrir því að Evrópumeistaralið Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar og Svartfjallaland muni berjast um efsta sætið í A-riðlinum í Santos. Og þessi lið gætu jafnvel farið alla leið á þessu móti. Ísland og Svartfjallaland áttust við í riðlakeppni Evrópumótsins í Danmörku í desember í fyrra þar sem Ísland tapaði með þriggja marka mun, 26-23. Forráðamaður Svartfellinga sagði í gær að markmiðin væru skýr. Að tryggja liðinu farseðil á Ólympíuleikana og þá kemur ekki margt annað til greina en að komast í sjálfan úrslitaleikinn – í það minnsta. „Þetta lið sem við erum mæta er gríðarlega sterkt og í raun bara félagsliðið Buducnost sem endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra. Og það lið mun að mínu mati vinna Meistaradeildina í ár. Þetta er stórt verkefni fyrir okkur," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær eftir æfingu liðsins í Arena Santos. Ákefðin þarf að vera í lagi„Við þurfum að leggja mikla áherslu á að ganga út í skytturnar þeirra, og vera með ákefðina í lagi. Það verður rauði þráðurinn í okkar leikskipulagi til þess að byrja með," bætti Ágúst við. Íslenska liðið æfði af miklum krafti í gær á síðustu æfingunni fyrir frumsýninguna í dag. Allir leikmenn liðsins eru heilir og einbeitingin skín úr augum þeirra. Það er alveg ljóst að leikurinn gegn Svartfjallalandi verður gríðarlega erfiður en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hvergi smeyk. „Við reynum að negla þær, þær eru hrikalegalega góðar og líklega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt og sýna okkar styrk og það sem hefur leitt okkur hingað," sagði Anna í gær en það er ljóst að línumaðurinn mun standa í ströngu í vörn sem sókn gegn líkamlega sterku liði Svartfjallalands í leiknum í dag. Fáir iðkendur en mikill áhugiÍbúafjöldinn í Svartfjallalandi er aðeins um 700.000 en athygli vekur að aðeins eitt þúsund skráðir iðkendur eru í handbolta í landinu. Til samanburðar eru rúmlega sex þúsund skráðir iðkendur á Íslandi. Einn forsvarsmanna liðsins segir að um 50% af landsmönnum muni horfa á beinar útsendingar frá leikjum liðsins. Svartfjalland komst, líkt og Ísland, á HM í gegnum umspil. Svartfjallaland vann Tékka samanlagt 75-52 í tveimur leikjum. Ísland vann Úkraínu 61-42 samanlagt í tveimur leikjum. Svartfjallaland endaði í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í desember á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem Svartfjallaland komst inn í úrslitakeppni EM en Íslendingar voru í sömu sporum á því móti, sem nýliðar. Reynum að halda okkur á jörðinni„Það er rosalega gott að vera komin á stórmót, HM, og allt. En við erum að reyna að halda okkur á jörðinni og líta á þetta sem venjulegan landsleik. Einn leik í einu og allt það. Þannig er stemningin í hópnum," sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira