Handbolti

Kvennafótboltalið Santos styður Ísland gegn Svartfjallandi

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Þórunn Helga Jónsdóttir vann nokkra titla með Santos-liðinu.
Þórunn Helga Jónsdóttir vann nokkra titla með Santos-liðinu.
Þórunn Helga Jónsdóttir landsliðskona í fótbolta verður á meðal áhorfenda í dag þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Arena Santos höllinni í Brasilíu. Þórunn verður aldeilis ekki ein á ferð því um 25 manna hópur leikmanna úr kvennafótboltaliði Santos mun fylgja henni.

Þórunn var í liði Santos í tvö ár áður en hún samdi við Vitoria þar sem hún lék á þessu tímbili. Þórunn sagði í samtali við Vísi að eftirspurnin eftir miðum frá leikmönnum Santos hafi verið mikil.

„Þær verða að sjálfsögðu allar að halda með Íslandi,“ sagði Þórunn Helga í morgun.

Íslendingar eru ekki með stóran hóp stuðningsmanna hér í Santos. Töluverður fjöldi Norðmanna og Þjóðverja verða á meðal áhorfenda hér á HM en búist er við því að mun fleiri bætist í hópinn þegar lengra líður á riðlakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×