Handbolti

Hrafnhildur verður í leikbanni gegn Angóla

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir í stúkunni eftir að hún fékk rauða spjaldið.
Hrafnhildur Skúladóttir í stúkunni eftir að hún fékk rauða spjaldið. Mynd/Pjetur
Hrafnhildur Skúladóttir fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik verður í leikbanni gegn Angóla á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Hrafnhildur fékk rautt spjald fyrir brot á 52. mínútu og verður úrskurðað í máli hennar á fundi aganefndar síðar í kvöld.

Samkvæmt hefðinni á Hrafnhildur von á því að fá eins leiks bann sem hún tekur út í öðrum leik Íslands á HM gegn Afríkumeistaraliði Angóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×